Hundurinn Lúkas snýr aftur Jóhannes Stefánsson skrifar 19. júní 2013 12:51 Lúkas var talinn látinn, en birtist svo á vappi í Vaðlaheiði. Leikfélagið Norðurbandalagið mun á föstudaginn frumsýna leikritið Lúkas sem byggt er á stóra Lúkasarmálinu. Verkið verður sýnt í Rýminu á Akureyri næstu vikur. Í tilkynningu frá leikfélaginu segir að „verkið sé byggt á sögu sem allir þekkja en fæstir viðurkenna að hafa tekið þátt í". Einnig að hér sé á ferð kolsvartur húmor sem ekki sé við hæfi barna undir 14 ára aldri. Verkið byggir á sönnum sögum í tengslum við Lúkasarmálið, sem á rætur sínar að rekja til Bíladaga árið 2007. Þá týndist hundurinn Lúkas og komust í kjölfarið upplognar sögur á kreik um að hópur drengja hefði sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað úr honum líftóruna. Ákveðnir einstaklingar fóru hamförum í kommentakerfum fjölmiðlanna og spöruðu ekki stóru orðin um hina grunuðu, og sérstaklega einn dreng sem var sagður „höfuðpaur" málsins. Í kjölfarið voru minningarathafnir haldnar um Lúkas litla þar sem fólk kveikti á kertum, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Lúkas mun svo hafa risið frá dauðum, eða því sem næst, enda sást hann á vappi í Vaðlaheiðinni utan Akureyrar. Sögusagnirnar reyndust því allar rangar og fúkyrðaflaumurinn hafði verið til einskis annars en að varpa ljósi á skapgerð þeirra sem létu orðin falla. Leikstjóri sýningarinnar er Jón Gunnar Th. en hann hefur meðal annars sett upp Hárið, Rocky Horror, Djáknann á Myrká, Himnaríki og Date svo eitthvað sé nefnt. Tónlistarstjóri sýningarinnar er Þorvaldur Örn Davíðsson, hann hefur nú smíðað heilt orgel með skolprörum sem nýtt er í sýninguna. Lúkasarmálið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Leikfélagið Norðurbandalagið mun á föstudaginn frumsýna leikritið Lúkas sem byggt er á stóra Lúkasarmálinu. Verkið verður sýnt í Rýminu á Akureyri næstu vikur. Í tilkynningu frá leikfélaginu segir að „verkið sé byggt á sögu sem allir þekkja en fæstir viðurkenna að hafa tekið þátt í". Einnig að hér sé á ferð kolsvartur húmor sem ekki sé við hæfi barna undir 14 ára aldri. Verkið byggir á sönnum sögum í tengslum við Lúkasarmálið, sem á rætur sínar að rekja til Bíladaga árið 2007. Þá týndist hundurinn Lúkas og komust í kjölfarið upplognar sögur á kreik um að hópur drengja hefði sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað úr honum líftóruna. Ákveðnir einstaklingar fóru hamförum í kommentakerfum fjölmiðlanna og spöruðu ekki stóru orðin um hina grunuðu, og sérstaklega einn dreng sem var sagður „höfuðpaur" málsins. Í kjölfarið voru minningarathafnir haldnar um Lúkas litla þar sem fólk kveikti á kertum, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Lúkas mun svo hafa risið frá dauðum, eða því sem næst, enda sást hann á vappi í Vaðlaheiðinni utan Akureyrar. Sögusagnirnar reyndust því allar rangar og fúkyrðaflaumurinn hafði verið til einskis annars en að varpa ljósi á skapgerð þeirra sem létu orðin falla. Leikstjóri sýningarinnar er Jón Gunnar Th. en hann hefur meðal annars sett upp Hárið, Rocky Horror, Djáknann á Myrká, Himnaríki og Date svo eitthvað sé nefnt. Tónlistarstjóri sýningarinnar er Þorvaldur Örn Davíðsson, hann hefur nú smíðað heilt orgel með skolprörum sem nýtt er í sýninguna.
Lúkasarmálið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira