Dansarinn Javier Fernandez Valino var í dag dæmdur í sex mánaða bann vegna notkunar á kannabisefnum. Bannið tók gildi þann 13. apríl síðastliðinn.
Styrkur THC í þvagsýni Valino var 260 ng/ml. Viðmiðunarmörk efnisins eru 1 ng/ml. Hann var því langt yfir leyfilegum mörkum.
Valino viðurkenndi brot sitt eins og fram kemur í dómnum.
"Niðurstaðan koma kærða ekki á óvart við fyrstu tilkynningu enda hafði hann við framkvæmd lyfjaeftirlitsins greint hreinskilningslega frá því að
hann hafi átt við vandamál að stríða tengdum kannabisefnum en að hann væri að vinna í sínum málum og að hann hafi ekki reykt í minnst 2 vikur fyrir lyfjaprófið. Kærði segist vera að sækja ráðgjöf til SÁÁ vegna fíknar sinnar."
Þó svo Valino hafi viðurkennt brotið vonaðist hann eftir að sleppa með áminningu. Á það er ekki fallið í dómsorðinu.
"Varðandi refsingu kærða bendir kærandi á að samkvæmt
gr. 10.2 auk gr. 10.4 í lögum ÍSÍ um lyfjamál skal refsing fyrir fyrsta brot vera að lámarki áminning og ekkert óhlutgengi en að hámarki tveggja ára
óhlutgengi og á sú grein við í máli þessu. Með hliðsjón af dómaframkvæmd undanfarinna ára varðandi sambærileg brot þykir refsing kærða hæfileg 6 mánaða óhlutgengi."
Dansari dæmdur í bann fyrir kannabisnotkun
