Stærsta uppgjafarglímumót á Íslandi fer fram á morgun í húsnæði Mjölnis. Mótið hefst kl. 11.00 og eru rúmlega sjötíu keppendur skráðir til leiks úr a.m.k. fimm félögum frá Reykjavík, Garðabæ, Akureyri og Reykjanesbæ.
Keppt verður í fimm þyngdarflokkum karla og tveimur þyngdarflokkum kvenna og opnum flokkum beggja kynja.
Þetta er áttunda árið í röð sem Mjölnir Open er haldið en mótið er einskonar óopinbert Íslandsmeistaramót í uppgjafarglímu.
Ljóst er að nýir Íslandsmeistarar verðir skráðir bæði í karla- og kvennaflokki því þau Gunnar Nelson og Sólveig Sigurðardóttir, sem unnu keppnina fyrir ári, verða hvorugt með í ár.
Gunnar vann reyndar Mjölnis Open bikarinn til eignar í fyrra (hafði unnið hann þrjú ár í röð) en gaf hann áfram til Mjölnis.
Allir sterkustu glímumenn og konur landsins utan þeirra tveggja sem getið er um hér að ofan eru með í ár. Það er því ljóst að gríðarleg hörð og spennandi keppni er framundan
Uppgjafarglímumót hjá Mjölni á morgun
