Hjólar í vinnunni 25. maí 2013 15:06 Nútímamenn hafa ekki tíma fyrir leikaraskap. „Nútíma karlmenn hafa hreinlega ekki tíma fyrir einhvern leikaraskap og það þarf að beita útsjónasemi ætli menn að ná árangri í svona hjólreiðakeppnum," segir Ólafur Tryggvason, einn liðsmanna í hjólaliðinu Expendables Cycling Team sem tekur þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni í júní. Ólafur slær tvær flugur í einu höggi með því að sinna vinnu sinni hjá Opnum Kerfum á sama tíma og hann æfir af fullum krafti, eins og myndin ber með sér. Átakið Hjólað í vinnuna breyttist hjá Ólafi í Hjólað í vinnunni sem er ágætis æfing; „Enda hjólreiðakeppnin hringinn í kringum landið ágætlega krefjandi verkefni svo allur undirbúningur er góður." Á síðasta ári tók Ólafur þátt í keppninni, en þá sem bílstjóri. Hann kveðst álíta þáttöku sína í ár sem ákveðna afslöppun, hlutverk bílstjóra hafi reynt verulega á þolrifin; „það hlutverk er sennilega það erfiðasta í keppninni. Það verður bara að segjast eins og er að fyrir virkan einstakling er ekki auðvelt að keyra á 25-30 km hraða hringinn í kringum landið." Liðsmenn í Expendables Cycling liðinu leggja ekki einungis metnað í að koma fyrstir í mark, þótt þeir segist vera annálaðir „crossfittarar", heldur leggja þeir mikið uppúr að vera ofarlega - og helst efstir á lista yfir áheitasöfnun og leggja þannig góðu starfi Barnaheilla - Save the Children á Íslandi lið. „Við ætlum að fara alla leið í þessu og það verður mikið fjör í okkur. Við erum á fullu við að undirbúa hressandi efni sem við hendum inná Facebook síðuna okkar og hvetjum fólk til að fylgjast með okkur, og auðvitað heita á okkur líka. Til þess er nú leikurinn gerður." Hægt er að fylgjast með þeim félögum á fésbókarsíðu þeirra. Alls hafa 27 lið skráð sig til þátttöku í WOW Cyclothoninu sem fram fer 19-22. júní þegar þátttakendur hjóla í boðsveitarformi hringinn í kringum landið. Nánari upplýsingar er að finna á áheitavefnum wowcyclothon.is, en öll áheit renna til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Hægt er að fylgjast með keppninni þar og á facebook.com/wowcyclothon Wow Cyclothon Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
„Nútíma karlmenn hafa hreinlega ekki tíma fyrir einhvern leikaraskap og það þarf að beita útsjónasemi ætli menn að ná árangri í svona hjólreiðakeppnum," segir Ólafur Tryggvason, einn liðsmanna í hjólaliðinu Expendables Cycling Team sem tekur þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni í júní. Ólafur slær tvær flugur í einu höggi með því að sinna vinnu sinni hjá Opnum Kerfum á sama tíma og hann æfir af fullum krafti, eins og myndin ber með sér. Átakið Hjólað í vinnuna breyttist hjá Ólafi í Hjólað í vinnunni sem er ágætis æfing; „Enda hjólreiðakeppnin hringinn í kringum landið ágætlega krefjandi verkefni svo allur undirbúningur er góður." Á síðasta ári tók Ólafur þátt í keppninni, en þá sem bílstjóri. Hann kveðst álíta þáttöku sína í ár sem ákveðna afslöppun, hlutverk bílstjóra hafi reynt verulega á þolrifin; „það hlutverk er sennilega það erfiðasta í keppninni. Það verður bara að segjast eins og er að fyrir virkan einstakling er ekki auðvelt að keyra á 25-30 km hraða hringinn í kringum landið." Liðsmenn í Expendables Cycling liðinu leggja ekki einungis metnað í að koma fyrstir í mark, þótt þeir segist vera annálaðir „crossfittarar", heldur leggja þeir mikið uppúr að vera ofarlega - og helst efstir á lista yfir áheitasöfnun og leggja þannig góðu starfi Barnaheilla - Save the Children á Íslandi lið. „Við ætlum að fara alla leið í þessu og það verður mikið fjör í okkur. Við erum á fullu við að undirbúa hressandi efni sem við hendum inná Facebook síðuna okkar og hvetjum fólk til að fylgjast með okkur, og auðvitað heita á okkur líka. Til þess er nú leikurinn gerður." Hægt er að fylgjast með þeim félögum á fésbókarsíðu þeirra. Alls hafa 27 lið skráð sig til þátttöku í WOW Cyclothoninu sem fram fer 19-22. júní þegar þátttakendur hjóla í boðsveitarformi hringinn í kringum landið. Nánari upplýsingar er að finna á áheitavefnum wowcyclothon.is, en öll áheit renna til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Hægt er að fylgjast með keppninni þar og á facebook.com/wowcyclothon
Wow Cyclothon Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira