Audi quattro sýning á Akureyri Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2013 08:45 Norðlendingum gefst færi á að berja myndarlegustu fjórhjóladrifnu bíla Audi augum á laugardaginn kemur, um sjómannadagshelgina. Miðað við snjóþunga vetrarins er það ef til vill mjög viðeigandi. Höldur á Akureyri mun sýna bílana en Höldur hefur veg og vanda af sölu og þjónustu Audi bíla á norðurlandi. Sýndir verða Audi A6 Allroad, A4 Allroad, A7 quattro, Q3 quattro og Q5 quattro. Fara þar jeppi, tveir jepplingar og tveir upphækkaðir fólksbílar, en allir eiga það sameiginlegt að vera með fullkomið fjórhjóladrif Audi sem prýtt hefur bíla Audi frá 1980. Audi ruddi þá braut að bjóða fjórhjóladrif í fólksbíla, sem margir aðrir bílaframleiðendur hafa síðan tekið upp. Opið verður milli 12 og 16 og verður gestum boðið uppá veitingar hjá Höldi. Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent
Norðlendingum gefst færi á að berja myndarlegustu fjórhjóladrifnu bíla Audi augum á laugardaginn kemur, um sjómannadagshelgina. Miðað við snjóþunga vetrarins er það ef til vill mjög viðeigandi. Höldur á Akureyri mun sýna bílana en Höldur hefur veg og vanda af sölu og þjónustu Audi bíla á norðurlandi. Sýndir verða Audi A6 Allroad, A4 Allroad, A7 quattro, Q3 quattro og Q5 quattro. Fara þar jeppi, tveir jepplingar og tveir upphækkaðir fólksbílar, en allir eiga það sameiginlegt að vera með fullkomið fjórhjóladrif Audi sem prýtt hefur bíla Audi frá 1980. Audi ruddi þá braut að bjóða fjórhjóladrif í fólksbíla, sem margir aðrir bílaframleiðendur hafa síðan tekið upp. Opið verður milli 12 og 16 og verður gestum boðið uppá veitingar hjá Höldi.
Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent