Jafnt hjá Val og ÍBV í frábærum leik | Úrslit í Pepsi-deild kvenna Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 18. maí 2013 00:01 Valur og ÍBV skildu jöfn 3-3 í bráðfjögurum leik í Pepsí deild kvenna í dag í beinni útsendingu hér á Vísi. Bæði lið fengu urmul færa og hefðu mörkin hæglega getað orðið fleiri. Þórhildur Ólafsdóttir skoraði fyrsta markið fyrir ÍBV eftir rétt rúmlega níu mínútna leik en ÍBV hóf leikinn af miklum krafti. Elín Metta Jensen jafnaði metin aðeins níu mínútum síðar úr vítaspyrnu af fádæma öryggi. Valur komst yfir á 24. mínútu þegar Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eftir góða sókn og Valur því 2-1 yfir í hálfleik. ÍBV fékk vítaspyrnu strax á annarri mínútu seinni hálfleiks en Bryndís Jóhannesdóttir skaut í slána. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og fékk nokkur mjög góð færi en Þórdís María Aikman fór á kostum í marki Vals. Líkt og í fyrri hálfleik komst Valur betur inn í leikinn er leið á hálfleikinn og fékk ekki síðri færi en ÍBV en boltinn virtist ekki vilja inn fyrr en Elín Metta Jensen komst í færi á 59. mínútu. Bryndís Jóhannesdóttir hleypti spennu í leikinn aftur með skallamarki á 67. mínútu en boltinn skoppaði tvisvar á slánni í aðdragandanum. Eyjastelpur gerðu hvað þær gátu að jafna metin og eftir nokkru mislukkuð góð færi tókst Vesnu Smiljkovic að jafna metin á 89. mínútu með glæsilegum marki beint úr aukaspyrnu. Jafntefli var því staðreynd í frábærum leik.Öruggt hjá StjörnunniTveir aðrir leikir voru leiknir á sama tíma í Pepsí deild kvenna. Stjarnan skellti FH 7-0 á heimavelli og Selfoss og Afturelding gerðu markalaust jafntefli. Írunn Þorbjörg Aradóttir skoraði fyrsta markið í Garðabæ á 25. mínútu. Fjórum mínútum síðar bætti Danka Podovac við öðru marki. Podovak var aftur á ferðinni rétt fyrir hálfleik og staðan 3-0 í hálfleik. Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir skoraði fjórða markið á 56. mínútu og Rúna Sif Stefánsdóttir bætti því fimmta við fimm mínútum fyrir leikslok. Tveimur mínútum síðar skoraði Harpa Þorsteinsdóttir sjötta markið og Danka fullkomnaði þrennuna á þriðju mínútu uppbótartíma og Stjarnan er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga líkt og Breiðablik. Markaskorarar úr Garðabæ eru fengnir af urslit.net.Leikskýrslan af ksí.is Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira
Valur og ÍBV skildu jöfn 3-3 í bráðfjögurum leik í Pepsí deild kvenna í dag í beinni útsendingu hér á Vísi. Bæði lið fengu urmul færa og hefðu mörkin hæglega getað orðið fleiri. Þórhildur Ólafsdóttir skoraði fyrsta markið fyrir ÍBV eftir rétt rúmlega níu mínútna leik en ÍBV hóf leikinn af miklum krafti. Elín Metta Jensen jafnaði metin aðeins níu mínútum síðar úr vítaspyrnu af fádæma öryggi. Valur komst yfir á 24. mínútu þegar Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eftir góða sókn og Valur því 2-1 yfir í hálfleik. ÍBV fékk vítaspyrnu strax á annarri mínútu seinni hálfleiks en Bryndís Jóhannesdóttir skaut í slána. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og fékk nokkur mjög góð færi en Þórdís María Aikman fór á kostum í marki Vals. Líkt og í fyrri hálfleik komst Valur betur inn í leikinn er leið á hálfleikinn og fékk ekki síðri færi en ÍBV en boltinn virtist ekki vilja inn fyrr en Elín Metta Jensen komst í færi á 59. mínútu. Bryndís Jóhannesdóttir hleypti spennu í leikinn aftur með skallamarki á 67. mínútu en boltinn skoppaði tvisvar á slánni í aðdragandanum. Eyjastelpur gerðu hvað þær gátu að jafna metin og eftir nokkru mislukkuð góð færi tókst Vesnu Smiljkovic að jafna metin á 89. mínútu með glæsilegum marki beint úr aukaspyrnu. Jafntefli var því staðreynd í frábærum leik.Öruggt hjá StjörnunniTveir aðrir leikir voru leiknir á sama tíma í Pepsí deild kvenna. Stjarnan skellti FH 7-0 á heimavelli og Selfoss og Afturelding gerðu markalaust jafntefli. Írunn Þorbjörg Aradóttir skoraði fyrsta markið í Garðabæ á 25. mínútu. Fjórum mínútum síðar bætti Danka Podovac við öðru marki. Podovak var aftur á ferðinni rétt fyrir hálfleik og staðan 3-0 í hálfleik. Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir skoraði fjórða markið á 56. mínútu og Rúna Sif Stefánsdóttir bætti því fimmta við fimm mínútum fyrir leikslok. Tveimur mínútum síðar skoraði Harpa Þorsteinsdóttir sjötta markið og Danka fullkomnaði þrennuna á þriðju mínútu uppbótartíma og Stjarnan er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga líkt og Breiðablik. Markaskorarar úr Garðabæ eru fengnir af urslit.net.Leikskýrslan af ksí.is
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira