Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona tryggðu sér í dag sæti í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Liðið slapp með skrekkinn í loka umferðinni í dag.
Hellas Verona var í stöðu til að tryggja sér sæti í A-deildinni með sigri gegn Empoli í dag en liðin gerðu markalaust jafntefli.
Livorno og Sassuolo léku því úrslitaleik um sigur í deildinni. Sassuolo vann leikinn 1-0 og þar með deildina hefði Livorno unnið leikinn hefði Hellas Verona þurft að sætta sig við þriðja sæti deildarinnar.

