Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Fram 27-24 Elvar Geir Magnússon á Ásvöllum skrifar 4. maí 2013 17:00 Tjörvi Þorgeirsson Mynd/Daníel Fram tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum í dag því Haukar unnu þriggja marka sigur 27-24 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. Fram er 2-1 yfir og fjórði leikur þeirra fer fram í Safmýrinni á mánudagskvöldið. Það þarf að vinna þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Fram byrjaði leikinn vel en síðan hrundi spilamennska liðsins. Haukar skoruðu sjö mörk í röð í fyrri hálfleik og breyttu stöðunni úr 6-7 í 13-7. Haukar voru síðan 18-12 yfir í hálfleik. Markvarslan var lítil hjá Haukum en nánast engin frá Fram enda gerði Einar Jónsson þjálfari liðsins tíð markmannsskipti. Haukar voru 21-15 yfir þegar 19 mínútur voru eftir en Framarar komu til baka, náðu flottum kafla, og náðu að jafna metin í 23-23. Skyndilega var Íslandsmeistarabikarinn handan við hornið. Haukar gáfu þá aftur í og tryggðu sér sigurinn. Hornamennirnir Gylfi Gylfason og Freyr Brynjarsson skoruðu saman þrettán mörk fyrir Hauka í þessum leik, Gylfi sjö og Freyr sex. Tjörvi Þorgeirsson skoraði einnig sex mörk. Róbert Aron Hostert var markahæstur hjá Fram með sex mörk.Gylfi Gylfason: Blóðið á tönnunum enn til staðar"Þessi leikur var í rauninni ekkert mjög frábrugðinn hinum tveimur. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik þar sem vörn og sókn gekk upp. Markvarslan kom og við náðum smá forskot. Svo duttum við niður í seinni hálfleik. Það var algjör óþarfi en þetta reddaðist í lokin," sagði hornamaðurinn Gylfi Gylfason. Hornamennirnir voru að finna sig vel, sérstaklega þá í fyrri hálfleik. "Þetta gekk ágætlega og við vorum að skora úr hraðaupphlaupum. Við vorum að ná að opna þá út á kantana. Það er bara jákvætt ef þetta dreifist á fleiri leikmenn." Gátuð þið eitthvað nýtt dómaraumræðuna í undirbúningnum til að peppa ykkur í þennan leik: "Jájá, það var bara eins og það var. Það er búið og ekkert hægt að breyta því hvernig leikur tvö fór. Eina sem við getum gert er að vinna úrslitaleikina sem eiga eftir að koma. Við vorum alveg með blóð á tönnunum fyrir þennan sigur og það er enn til staðar."Einar Jónsson:Haukar skoruðu sjö mörk í röð í fyrri hálfleik og viðurkennir Einar Jónsson þjálfari Fram að mikil orka hafi farið í það að vinna þann mun upp. "Fyrir utan blábyrjunina vorum við ekkert sérstakir allan fyrri hálfleik. Þetta hrundi aðeins hjá okkur og það fór mikil orka í að reyna að vinna þetta upp. Við vorum grátlega nálægt því og hefðum getað stolið þessu en því miður tókst það ekki," sagði Einar. "Við vorum með meðbyr í seinni hálfleiknum en svo skoraði Gylfi þarna af endalínu og það var hrikalegt mark fyrir Hauka. Þetta er svona ef og hefði hvað hefði gerst eftir það. Maður hélt í vonina en Haukar spiluðu betur en við í dag og áttu skilið að vinna leikinn." "Nú er bara næsti leikur og við þurfum að einbeita okkur að honum. Það þýðir lítið að velta sér upp úr því hver staðan er. Sá leikur stendur einn og sér og við þurfum að ná fram virkilega góðri frammistöðu í þeim leik. Ef við náum því hef ég trú á því að við getum unnið. Við þurfum að spila betur og stefnum á því." Hafði öll þessi dómaraumræða áhrif á undirbúning Fram. "Þessi umræða hafði allavega ekki nein áhrif á mig. Það væri asnalegt að reyna að skella skuldinni á það. Við verðum að einbeita okkur að okkar leik." Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Fram tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum í dag því Haukar unnu þriggja marka sigur 27-24 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. Fram er 2-1 yfir og fjórði leikur þeirra fer fram í Safmýrinni á mánudagskvöldið. Það þarf að vinna þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Fram byrjaði leikinn vel en síðan hrundi spilamennska liðsins. Haukar skoruðu sjö mörk í röð í fyrri hálfleik og breyttu stöðunni úr 6-7 í 13-7. Haukar voru síðan 18-12 yfir í hálfleik. Markvarslan var lítil hjá Haukum en nánast engin frá Fram enda gerði Einar Jónsson þjálfari liðsins tíð markmannsskipti. Haukar voru 21-15 yfir þegar 19 mínútur voru eftir en Framarar komu til baka, náðu flottum kafla, og náðu að jafna metin í 23-23. Skyndilega var Íslandsmeistarabikarinn handan við hornið. Haukar gáfu þá aftur í og tryggðu sér sigurinn. Hornamennirnir Gylfi Gylfason og Freyr Brynjarsson skoruðu saman þrettán mörk fyrir Hauka í þessum leik, Gylfi sjö og Freyr sex. Tjörvi Þorgeirsson skoraði einnig sex mörk. Róbert Aron Hostert var markahæstur hjá Fram með sex mörk.Gylfi Gylfason: Blóðið á tönnunum enn til staðar"Þessi leikur var í rauninni ekkert mjög frábrugðinn hinum tveimur. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik þar sem vörn og sókn gekk upp. Markvarslan kom og við náðum smá forskot. Svo duttum við niður í seinni hálfleik. Það var algjör óþarfi en þetta reddaðist í lokin," sagði hornamaðurinn Gylfi Gylfason. Hornamennirnir voru að finna sig vel, sérstaklega þá í fyrri hálfleik. "Þetta gekk ágætlega og við vorum að skora úr hraðaupphlaupum. Við vorum að ná að opna þá út á kantana. Það er bara jákvætt ef þetta dreifist á fleiri leikmenn." Gátuð þið eitthvað nýtt dómaraumræðuna í undirbúningnum til að peppa ykkur í þennan leik: "Jájá, það var bara eins og það var. Það er búið og ekkert hægt að breyta því hvernig leikur tvö fór. Eina sem við getum gert er að vinna úrslitaleikina sem eiga eftir að koma. Við vorum alveg með blóð á tönnunum fyrir þennan sigur og það er enn til staðar."Einar Jónsson:Haukar skoruðu sjö mörk í röð í fyrri hálfleik og viðurkennir Einar Jónsson þjálfari Fram að mikil orka hafi farið í það að vinna þann mun upp. "Fyrir utan blábyrjunina vorum við ekkert sérstakir allan fyrri hálfleik. Þetta hrundi aðeins hjá okkur og það fór mikil orka í að reyna að vinna þetta upp. Við vorum grátlega nálægt því og hefðum getað stolið þessu en því miður tókst það ekki," sagði Einar. "Við vorum með meðbyr í seinni hálfleiknum en svo skoraði Gylfi þarna af endalínu og það var hrikalegt mark fyrir Hauka. Þetta er svona ef og hefði hvað hefði gerst eftir það. Maður hélt í vonina en Haukar spiluðu betur en við í dag og áttu skilið að vinna leikinn." "Nú er bara næsti leikur og við þurfum að einbeita okkur að honum. Það þýðir lítið að velta sér upp úr því hver staðan er. Sá leikur stendur einn og sér og við þurfum að ná fram virkilega góðri frammistöðu í þeim leik. Ef við náum því hef ég trú á því að við getum unnið. Við þurfum að spila betur og stefnum á því." Hafði öll þessi dómaraumræða áhrif á undirbúning Fram. "Þessi umræða hafði allavega ekki nein áhrif á mig. Það væri asnalegt að reyna að skella skuldinni á það. Við verðum að einbeita okkur að okkar leik."
Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira