Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Fram 27-24 Elvar Geir Magnússon á Ásvöllum skrifar 4. maí 2013 17:00 Tjörvi Þorgeirsson Mynd/Daníel Fram tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum í dag því Haukar unnu þriggja marka sigur 27-24 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. Fram er 2-1 yfir og fjórði leikur þeirra fer fram í Safmýrinni á mánudagskvöldið. Það þarf að vinna þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Fram byrjaði leikinn vel en síðan hrundi spilamennska liðsins. Haukar skoruðu sjö mörk í röð í fyrri hálfleik og breyttu stöðunni úr 6-7 í 13-7. Haukar voru síðan 18-12 yfir í hálfleik. Markvarslan var lítil hjá Haukum en nánast engin frá Fram enda gerði Einar Jónsson þjálfari liðsins tíð markmannsskipti. Haukar voru 21-15 yfir þegar 19 mínútur voru eftir en Framarar komu til baka, náðu flottum kafla, og náðu að jafna metin í 23-23. Skyndilega var Íslandsmeistarabikarinn handan við hornið. Haukar gáfu þá aftur í og tryggðu sér sigurinn. Hornamennirnir Gylfi Gylfason og Freyr Brynjarsson skoruðu saman þrettán mörk fyrir Hauka í þessum leik, Gylfi sjö og Freyr sex. Tjörvi Þorgeirsson skoraði einnig sex mörk. Róbert Aron Hostert var markahæstur hjá Fram með sex mörk.Gylfi Gylfason: Blóðið á tönnunum enn til staðar"Þessi leikur var í rauninni ekkert mjög frábrugðinn hinum tveimur. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik þar sem vörn og sókn gekk upp. Markvarslan kom og við náðum smá forskot. Svo duttum við niður í seinni hálfleik. Það var algjör óþarfi en þetta reddaðist í lokin," sagði hornamaðurinn Gylfi Gylfason. Hornamennirnir voru að finna sig vel, sérstaklega þá í fyrri hálfleik. "Þetta gekk ágætlega og við vorum að skora úr hraðaupphlaupum. Við vorum að ná að opna þá út á kantana. Það er bara jákvætt ef þetta dreifist á fleiri leikmenn." Gátuð þið eitthvað nýtt dómaraumræðuna í undirbúningnum til að peppa ykkur í þennan leik: "Jájá, það var bara eins og það var. Það er búið og ekkert hægt að breyta því hvernig leikur tvö fór. Eina sem við getum gert er að vinna úrslitaleikina sem eiga eftir að koma. Við vorum alveg með blóð á tönnunum fyrir þennan sigur og það er enn til staðar."Einar Jónsson:Haukar skoruðu sjö mörk í röð í fyrri hálfleik og viðurkennir Einar Jónsson þjálfari Fram að mikil orka hafi farið í það að vinna þann mun upp. "Fyrir utan blábyrjunina vorum við ekkert sérstakir allan fyrri hálfleik. Þetta hrundi aðeins hjá okkur og það fór mikil orka í að reyna að vinna þetta upp. Við vorum grátlega nálægt því og hefðum getað stolið þessu en því miður tókst það ekki," sagði Einar. "Við vorum með meðbyr í seinni hálfleiknum en svo skoraði Gylfi þarna af endalínu og það var hrikalegt mark fyrir Hauka. Þetta er svona ef og hefði hvað hefði gerst eftir það. Maður hélt í vonina en Haukar spiluðu betur en við í dag og áttu skilið að vinna leikinn." "Nú er bara næsti leikur og við þurfum að einbeita okkur að honum. Það þýðir lítið að velta sér upp úr því hver staðan er. Sá leikur stendur einn og sér og við þurfum að ná fram virkilega góðri frammistöðu í þeim leik. Ef við náum því hef ég trú á því að við getum unnið. Við þurfum að spila betur og stefnum á því." Hafði öll þessi dómaraumræða áhrif á undirbúning Fram. "Þessi umræða hafði allavega ekki nein áhrif á mig. Það væri asnalegt að reyna að skella skuldinni á það. Við verðum að einbeita okkur að okkar leik." Olís-deild karla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Fram tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum í dag því Haukar unnu þriggja marka sigur 27-24 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. Fram er 2-1 yfir og fjórði leikur þeirra fer fram í Safmýrinni á mánudagskvöldið. Það þarf að vinna þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Fram byrjaði leikinn vel en síðan hrundi spilamennska liðsins. Haukar skoruðu sjö mörk í röð í fyrri hálfleik og breyttu stöðunni úr 6-7 í 13-7. Haukar voru síðan 18-12 yfir í hálfleik. Markvarslan var lítil hjá Haukum en nánast engin frá Fram enda gerði Einar Jónsson þjálfari liðsins tíð markmannsskipti. Haukar voru 21-15 yfir þegar 19 mínútur voru eftir en Framarar komu til baka, náðu flottum kafla, og náðu að jafna metin í 23-23. Skyndilega var Íslandsmeistarabikarinn handan við hornið. Haukar gáfu þá aftur í og tryggðu sér sigurinn. Hornamennirnir Gylfi Gylfason og Freyr Brynjarsson skoruðu saman þrettán mörk fyrir Hauka í þessum leik, Gylfi sjö og Freyr sex. Tjörvi Þorgeirsson skoraði einnig sex mörk. Róbert Aron Hostert var markahæstur hjá Fram með sex mörk.Gylfi Gylfason: Blóðið á tönnunum enn til staðar"Þessi leikur var í rauninni ekkert mjög frábrugðinn hinum tveimur. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik þar sem vörn og sókn gekk upp. Markvarslan kom og við náðum smá forskot. Svo duttum við niður í seinni hálfleik. Það var algjör óþarfi en þetta reddaðist í lokin," sagði hornamaðurinn Gylfi Gylfason. Hornamennirnir voru að finna sig vel, sérstaklega þá í fyrri hálfleik. "Þetta gekk ágætlega og við vorum að skora úr hraðaupphlaupum. Við vorum að ná að opna þá út á kantana. Það er bara jákvætt ef þetta dreifist á fleiri leikmenn." Gátuð þið eitthvað nýtt dómaraumræðuna í undirbúningnum til að peppa ykkur í þennan leik: "Jájá, það var bara eins og það var. Það er búið og ekkert hægt að breyta því hvernig leikur tvö fór. Eina sem við getum gert er að vinna úrslitaleikina sem eiga eftir að koma. Við vorum alveg með blóð á tönnunum fyrir þennan sigur og það er enn til staðar."Einar Jónsson:Haukar skoruðu sjö mörk í röð í fyrri hálfleik og viðurkennir Einar Jónsson þjálfari Fram að mikil orka hafi farið í það að vinna þann mun upp. "Fyrir utan blábyrjunina vorum við ekkert sérstakir allan fyrri hálfleik. Þetta hrundi aðeins hjá okkur og það fór mikil orka í að reyna að vinna þetta upp. Við vorum grátlega nálægt því og hefðum getað stolið þessu en því miður tókst það ekki," sagði Einar. "Við vorum með meðbyr í seinni hálfleiknum en svo skoraði Gylfi þarna af endalínu og það var hrikalegt mark fyrir Hauka. Þetta er svona ef og hefði hvað hefði gerst eftir það. Maður hélt í vonina en Haukar spiluðu betur en við í dag og áttu skilið að vinna leikinn." "Nú er bara næsti leikur og við þurfum að einbeita okkur að honum. Það þýðir lítið að velta sér upp úr því hver staðan er. Sá leikur stendur einn og sér og við þurfum að ná fram virkilega góðri frammistöðu í þeim leik. Ef við náum því hef ég trú á því að við getum unnið. Við þurfum að spila betur og stefnum á því." Hafði öll þessi dómaraumræða áhrif á undirbúning Fram. "Þessi umræða hafði allavega ekki nein áhrif á mig. Það væri asnalegt að reyna að skella skuldinni á það. Við verðum að einbeita okkur að okkar leik."
Olís-deild karla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira