Stuðningsmenn AC Milan urðu sér til skamamr um helgina er þeir gerðu grín að Javier Zanetti, fyrirliða Inter. Þeir skemmtu sér konunglega á leiknum gegn Catania þar sem Zanetti hafði meiðst illa.
Zanetti sleit hásin og þessi mikli heiðursmaður verður frá í marga mánuði. Hann ætlar ekki að leggja skóna á hilluna þó svo hann sé orðinn 39 ára gamall.
Stuðningsmenn Milan sungu: "Hoppaðu með okkur Zanetti" og ítalska knattspyrnusambandið hafði lítinn húmor fyrir því.
Það sektaði Milan um rúma milljón fyrir þessa hegðun stuðningsmannanna en þeir voru einnig með stæla við laganna verði á leiknum.
Milan sektað vegna hegðunar stuðningsmanna

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti



Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti
