F1 fer á hlutabréfamarkað eftir allt saman Birgir Þór Harðarson skrifar 29. apríl 2013 14:47 Ecclestone ferðast yfirleitt heimshorna á milli til þess að vera viðstaddur Formúlu 1-mótin, sem hann skipuleggur sjálfur. Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segir nú að áætlanir um að skrá Formúlu 1 á hlutabréfamarkað í Singapúr á réttri braut. Markaðsskráningunni var frestað í fyrra vegna efnahagsástandsins í heiminum. Eigendur formúlunnar hafa verið að leita að tækifæri til að endurlífga áætlanirnar og hafa bæði Ecclestone og CVC, sjónvarpsrétthafar af Formúlu 1, samþykkt að F1 verði skráð á hlutabréfamarkað á þessu ári. „Við höfum ákveðið að gera þetta í ár. Allt verður klárt í ár,“ sagði Ecclestone í samtali við breska dagblaðið The Daily Telegraph. „CVC er að vinna að sinni hlið málsins og ganga frá því sem þeir þurfa að hafa á hreinu.“ Eftir að áætlanirnar voru settar á ís í fyrra ákvað CVC að selja hlut í fyrirtækinu til þess að endurskapa ávinning af eignum sínum. Í kjölfarið fóru nýir fjárfestar að grenslast fyrir um hver myndi taka við af Ecclestone sem alráður í Formúlu 1. Hann er orðinn 82 ára gamall en enn í fullu fjöri. „Fólkið í forsvari fyrir sjóðina eru gott fólk og auðvelt að vinna með því,“ segir Ecclestone. „Þau krefja mig alls ekki um að nefna arftaka.“ Formúla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segir nú að áætlanir um að skrá Formúlu 1 á hlutabréfamarkað í Singapúr á réttri braut. Markaðsskráningunni var frestað í fyrra vegna efnahagsástandsins í heiminum. Eigendur formúlunnar hafa verið að leita að tækifæri til að endurlífga áætlanirnar og hafa bæði Ecclestone og CVC, sjónvarpsrétthafar af Formúlu 1, samþykkt að F1 verði skráð á hlutabréfamarkað á þessu ári. „Við höfum ákveðið að gera þetta í ár. Allt verður klárt í ár,“ sagði Ecclestone í samtali við breska dagblaðið The Daily Telegraph. „CVC er að vinna að sinni hlið málsins og ganga frá því sem þeir þurfa að hafa á hreinu.“ Eftir að áætlanirnar voru settar á ís í fyrra ákvað CVC að selja hlut í fyrirtækinu til þess að endurskapa ávinning af eignum sínum. Í kjölfarið fóru nýir fjárfestar að grenslast fyrir um hver myndi taka við af Ecclestone sem alráður í Formúlu 1. Hann er orðinn 82 ára gamall en enn í fullu fjöri. „Fólkið í forsvari fyrir sjóðina eru gott fólk og auðvelt að vinna með því,“ segir Ecclestone. „Þau krefja mig alls ekki um að nefna arftaka.“
Formúla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira