Fótbolti

Balotelli dæmdur í þriggja leikja bann

Ítalski framherjinn Mario Balotelli hjá AC Milan var í dag dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að móðga dómara í leik Milan og Fiorentina.

Balotelli fékk gult spjald í leiknum sem þýddi að hann var á leið í leikbann vegna fjögurra gulra spjalda.

Hann hellti sér svo yfir dómarann eftir leikinn og við það fékk hann tvo leiki í viðbót í bann. Hann mun missa af leikjum gegn Napoli, Juventus og Catania.

Balotelli hefur skorað 10 mörk í 11 leikjum fyrir Milan síðan hann kom til félagsins frá Man. City.

Síðustu dagar hafa ekki verið góðir hjá leikmanninum því félagið er nýbúið að sekta hann fyrir að reykja inn á klósetti.


Tengdar fréttir

Balotelli sektaður fyrir að reykja inn á klósetti

Mario Balotelli og félagar í AC Milan náðu bara 2-2 jafntefli á móti Fiorentina í ítölsku deildinni í dag þrátt fyrir að spila manni fleiri í 50 mínútur en Balotelli tókst að koma sér í vandræði í lestarferðinni til Flórens.

AC Milan missti niður 2-0 forystu manni fleiri

Það dugði ekki AC Milan að komast í 2-0 og spila manni fleiri í fimmtíu mínútur þegar Fiorentina og AC Milan gerðu 2-2 jafntefli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í hádeginu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×