Óhætt er að segja að boðið hafi verið upp á dramatík í viðureign Dortmund og Malaga í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna var Malaga komið með níu tær af tíu í undanúrslit keppninnar.
En skjótt skipast veður í lofti og má segja að Arnar Björnsson, sem lýsti leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöldi, hafi hitt naglann á höfuðið:
„Segiði svo að þessi íþrótt sé ekki töfrum líkust," sagði Arnar sem fór mikinn í lýsingu sinni.
Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá lokamínúturnar og fagnaðarlæti Dortmund í leikslok. Óhætt er að segja að fögnuðurinn hafi verið ósvikinn en vonbrigði gestanna frá Spáni að sama skapi mikil.
Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með.
