Það verða tvö spænsk lið og tvö þýsk sem verða í hattinum þegar dregið verður í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn.
Þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni. Bayern vann 4-0 samanlagðan sigur á Juventus og Barcelona komst áfram á útivallamarkareglunni eftir 1-1 jafntefli gegn PSG í kvöld.
PSG komst þó yfir á Nou Camp í kvöld en leikur heimamanna breyttist þegar að Lionel Messi kom inn á sem varamaður. Stuttu síðar skoraði Pedro markið sem fleytti Börsungum áfram.
Þorsteinn J. og gestir hans fóru yfir leiki kvöldsins en umfjöllunina má sjá hér fyrir ofan.
Fótbolti