Roma sló út stórlið Inter í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar og munu nú mæta grönnunum og erkifjendunum í Lazio í úrslitaleik keppninnar.
Úrslitaleikurinn fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm þann 26. maí næstkomandi.
Jonathan kom Inter yfir í kvöld en Mattia Destro kom Roma yfir með tveimur mörkum um miðbik síðari hálfleiks.
Vasilis Torosidis jók muninn í 3-1 á 74. mínútu áður en Ricardo Alvarez klóraði í bakkann fyrir Inter tíu mínútum fyrir leikslok.
Lazio sló út Juventus í hinum undanúrslitaleiknum en hann fór reyndar fram í lok janúarmánaðar.
Rómarslagur í úrslitum bikarkeppninnar
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti



Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn

„Ég var bara með niðurgang“
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti

