Kallar Thatcher gamla norn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2013 09:02 Bresku blöðin fjalla ítarlega um feril Thatcher í dag. Nordicphotos/Getty Óhætt er að segja að Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sé minnst með ólíkum hætti. Íþróttastjörnur Breta hafa tjáð sig og eru skiptar skoðanir um Thatcher sem lést í gær 87 ára gömul. Thatcher, sem gengdi stöðu forsætisráðherra frá árinu 1979-1990, vakti ekki mikla lukku í fótboltaheiminum þegar hún vildi koma því til leiðar að allir áhorfendur á knattspyrnuleikjum þyrftu að ganga með kort til að sanna einkenni sitt. Þá var dauða Thatcher bókstaflega fagnað meðal sumra stuðningsmanna Liverpool í gær en forsætisráðherrann fyrrverandi var harðlega gagnrýnd fyrir afstöðu sína í Hillsborough-slysinu árið 1989. Þá létu 96 stuðningsmenn Liverpool lífið í bikarleik gegn Nottingham Forest í Sheffield. Stuðningsmönnum Liverpool var lengi vel sjálfum kennt um slysið. Í september á síðasta ári var þó gefin út skýrsla sem sýndi fram á sakleysi stuðningsmanna. Skipulagi og lögreglu hefði verið um að kenna. Thatcher stóð með lögregluyfirvöldum í málinu sem fullyrtu að ölvaðir stuðningsmenn utan við völlinn hefðu orsakað slysið. Þeirri sögu lögreglunnar treysti Thatcher. Thatcher ásamt íþróttamálaráðherra Breta og fleirum á Hillsborough-vellinum í Sheffield eftir harmleikinn í maí 1989.Nordicphotos/Getty Gary Lineker, næstmarkahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins í knattspyrnu, komst ágætlega að orði. „Fáir hafa klofið fólk í fylkingar á sama hátt og barónessan Thatcher. Elskuð og hötuð til jafns en enginn gleymir henni," sagði Gary Lineker á Twitter. Brian Moore, ruðningsstjarna Englendinga, tók aðeins dýpra í árinni. „Hvíldu í friði Margaret Thatcher. Ég kunni ekki að meta stjórnmálaskoðanir hennar en hún var algjör risi í stjórnmálaheiminum." Moore hlaut sterk viðbrögð frá hluta fylgjenda sinna á Twitter og svaraði fyrir sig: „Þeir sem eru ósáttir og spyrja hvers vegna ég úthúða ekki Thatcher og stjórnmálaaðferðum hennar, hér er svarið: Hún dó í gær og ég er ekki fáviti." Það þarf ekki að koma neinum á óvart að viðbrögð Joey Barton vöktu sérstaka athygli. Barton hefur ekki verið þekktur fyrir að skafa af skoðunum sínum. „Ríkið ætti ekki að standa að útför hennar. Margir hötuðu hana. Fólkir syrgir í suðri en fagnar í norðri," skrifaði Barton sem var ekki hættur. „Það er mín skoðun að fólk horfi á verk hennar með óbragð í munni. Það sem hún gerði verkamannastéttinni mun lifa áfram þótt henni sé kastað ofan í grafreitinn," skrifaði Barton og enn hélt hann áfram: „Ég gæti sagt hvíldu í friði en það væru ekki hreinskilin skilaboð. Ef himnaríki væri til væri ekkert bláss fyrir þessa gömlu norn þar," skrifaði Barton. Ruðningsgoðsögnin Will Carling tók upp hanskann fyrir Thatcher: „Sorglegt að heyra tíðindin af andláti Margaret Thatcher í morgun. Ég fylgist ekki mikið með stjórnmálum en hún var leiðtogi ólíkt mörgum sem hugsa aðeins um fjölmiðla og vinsældir." Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með. Fótbolti Bretland England Hillsborough-slysið Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira
Óhætt er að segja að Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sé minnst með ólíkum hætti. Íþróttastjörnur Breta hafa tjáð sig og eru skiptar skoðanir um Thatcher sem lést í gær 87 ára gömul. Thatcher, sem gengdi stöðu forsætisráðherra frá árinu 1979-1990, vakti ekki mikla lukku í fótboltaheiminum þegar hún vildi koma því til leiðar að allir áhorfendur á knattspyrnuleikjum þyrftu að ganga með kort til að sanna einkenni sitt. Þá var dauða Thatcher bókstaflega fagnað meðal sumra stuðningsmanna Liverpool í gær en forsætisráðherrann fyrrverandi var harðlega gagnrýnd fyrir afstöðu sína í Hillsborough-slysinu árið 1989. Þá létu 96 stuðningsmenn Liverpool lífið í bikarleik gegn Nottingham Forest í Sheffield. Stuðningsmönnum Liverpool var lengi vel sjálfum kennt um slysið. Í september á síðasta ári var þó gefin út skýrsla sem sýndi fram á sakleysi stuðningsmanna. Skipulagi og lögreglu hefði verið um að kenna. Thatcher stóð með lögregluyfirvöldum í málinu sem fullyrtu að ölvaðir stuðningsmenn utan við völlinn hefðu orsakað slysið. Þeirri sögu lögreglunnar treysti Thatcher. Thatcher ásamt íþróttamálaráðherra Breta og fleirum á Hillsborough-vellinum í Sheffield eftir harmleikinn í maí 1989.Nordicphotos/Getty Gary Lineker, næstmarkahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins í knattspyrnu, komst ágætlega að orði. „Fáir hafa klofið fólk í fylkingar á sama hátt og barónessan Thatcher. Elskuð og hötuð til jafns en enginn gleymir henni," sagði Gary Lineker á Twitter. Brian Moore, ruðningsstjarna Englendinga, tók aðeins dýpra í árinni. „Hvíldu í friði Margaret Thatcher. Ég kunni ekki að meta stjórnmálaskoðanir hennar en hún var algjör risi í stjórnmálaheiminum." Moore hlaut sterk viðbrögð frá hluta fylgjenda sinna á Twitter og svaraði fyrir sig: „Þeir sem eru ósáttir og spyrja hvers vegna ég úthúða ekki Thatcher og stjórnmálaaðferðum hennar, hér er svarið: Hún dó í gær og ég er ekki fáviti." Það þarf ekki að koma neinum á óvart að viðbrögð Joey Barton vöktu sérstaka athygli. Barton hefur ekki verið þekktur fyrir að skafa af skoðunum sínum. „Ríkið ætti ekki að standa að útför hennar. Margir hötuðu hana. Fólkir syrgir í suðri en fagnar í norðri," skrifaði Barton sem var ekki hættur. „Það er mín skoðun að fólk horfi á verk hennar með óbragð í munni. Það sem hún gerði verkamannastéttinni mun lifa áfram þótt henni sé kastað ofan í grafreitinn," skrifaði Barton og enn hélt hann áfram: „Ég gæti sagt hvíldu í friði en það væru ekki hreinskilin skilaboð. Ef himnaríki væri til væri ekkert bláss fyrir þessa gömlu norn þar," skrifaði Barton. Ruðningsgoðsögnin Will Carling tók upp hanskann fyrir Thatcher: „Sorglegt að heyra tíðindin af andláti Margaret Thatcher í morgun. Ég fylgist ekki mikið með stjórnmálum en hún var leiðtogi ólíkt mörgum sem hugsa aðeins um fjölmiðla og vinsældir." Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með.
Fótbolti Bretland England Hillsborough-slysið Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira