„Dæmalaust að menn séu svona miklir vanvitar“ Höskuldur Kári Schram skrifar 31. mars 2013 12:06 Mynd/Örn Arnarson Mikil hætta skapaðist í sinubruna í miðri sumarhúsabyggð í Hvammi í Skorradal í gærkvöldi. Eldurinn kviknaði út frá flugeldum sem sumarhúsaeigandi skaut upp í óleyfi. Slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar segir að maðurinn hafi stofnað lífi fólks á svæðinu í hættu og vill að hann verði ákærður. Allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar var kallað á svæðið á tíunda tímanum í gær eftir að eldsins varð vart. Eldurinn kom upp í sinu í miðri sumarhúsabyggð og breiddist hratt út. Slökkvistarf gekk hins vegar vel og var búið að slökkva eldinn um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldum. „Það var sumarbústaðaeigandi sem fannst einhver veruleg ástæða til að skemmta sér með flugeldaskothríð sem er náttúrulega þvílíkur dómgreindarskortur. Það var búið að senda út tilkynningu á alla sumarhúsaeigendur þarna að sýna sérstaka aðgát vegna þurrka og veðurfars. Þetta er dæmalaust að menn séu svona miklir vanvitar að gera þetta. Þetta er náttúrulega tilræði við aðra sem eru þarna staddir og eiga allt sitt undir því að ekki fari illa og maður hugsar til þess með hryllingi ef þetta hefði verið örlítið seinna og fólk gengið til náða." Um tvö til þrjú þúsund fermetrar af gróðurlendi urðu eldinum að bráð. Veður var gott á svæðinu þegar eldurinn kom upp og ekki mikill vindur.Mynd/Örn ArnarsonEn telur Bjarni að fólk hafi verið í hættu? „Það hefði getað verið í hættu eins og ég segi. Hefði þetta gerst seinna, einum til tveimur tímum seinna þá getur þú bara sagt þér það sjálfur. Fólk lokast af, það er ekki nema ein leið inn á svæðið. Þetta er í brattlendi. Það er afleggjari inn í hverfið og fólk kemst ekki burt. Það er annað hvort að flýja niður að vatni eða reyna bjarga sér hver sem best getur. Þetta er eins og ég segi tilræði við líf og heilsu fólks og á að meðhöndla sem slíkt." Bjarni á von á því að maðurinn verði ákærður. „Ég vænti þess að sýslumaður birti honum ákæru. Þetta er brot á vopnalögum. Það er bannað að skjóta flugeldum á þessum tíma. Ég reikna með því að við reynum að sækja á hann með bætur og fá hann til að taka þátt í kostnaði. Það er ekki ásættanlegt að það sé verið að sólunda skattpeningum almennings í slökkvistörf sem eru bara fyrir eintóman bölvaðan barnaskap." Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Mikil hætta skapaðist í sinubruna í miðri sumarhúsabyggð í Hvammi í Skorradal í gærkvöldi. Eldurinn kviknaði út frá flugeldum sem sumarhúsaeigandi skaut upp í óleyfi. Slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar segir að maðurinn hafi stofnað lífi fólks á svæðinu í hættu og vill að hann verði ákærður. Allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar var kallað á svæðið á tíunda tímanum í gær eftir að eldsins varð vart. Eldurinn kom upp í sinu í miðri sumarhúsabyggð og breiddist hratt út. Slökkvistarf gekk hins vegar vel og var búið að slökkva eldinn um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldum. „Það var sumarbústaðaeigandi sem fannst einhver veruleg ástæða til að skemmta sér með flugeldaskothríð sem er náttúrulega þvílíkur dómgreindarskortur. Það var búið að senda út tilkynningu á alla sumarhúsaeigendur þarna að sýna sérstaka aðgát vegna þurrka og veðurfars. Þetta er dæmalaust að menn séu svona miklir vanvitar að gera þetta. Þetta er náttúrulega tilræði við aðra sem eru þarna staddir og eiga allt sitt undir því að ekki fari illa og maður hugsar til þess með hryllingi ef þetta hefði verið örlítið seinna og fólk gengið til náða." Um tvö til þrjú þúsund fermetrar af gróðurlendi urðu eldinum að bráð. Veður var gott á svæðinu þegar eldurinn kom upp og ekki mikill vindur.Mynd/Örn ArnarsonEn telur Bjarni að fólk hafi verið í hættu? „Það hefði getað verið í hættu eins og ég segi. Hefði þetta gerst seinna, einum til tveimur tímum seinna þá getur þú bara sagt þér það sjálfur. Fólk lokast af, það er ekki nema ein leið inn á svæðið. Þetta er í brattlendi. Það er afleggjari inn í hverfið og fólk kemst ekki burt. Það er annað hvort að flýja niður að vatni eða reyna bjarga sér hver sem best getur. Þetta er eins og ég segi tilræði við líf og heilsu fólks og á að meðhöndla sem slíkt." Bjarni á von á því að maðurinn verði ákærður. „Ég vænti þess að sýslumaður birti honum ákæru. Þetta er brot á vopnalögum. Það er bannað að skjóta flugeldum á þessum tíma. Ég reikna með því að við reynum að sækja á hann með bætur og fá hann til að taka þátt í kostnaði. Það er ekki ásættanlegt að það sé verið að sólunda skattpeningum almennings í slökkvistörf sem eru bara fyrir eintóman bölvaðan barnaskap."
Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira