Bandaríkjamaðurinn Mike Pyle hefur tjáð sig um bardagann við Gunnar Nelson sem fer fram í Las Vegas í lok maí. Pyle er brattur fyrir bardagann.
"Gunnar verður frekar erfiður andstæðingur. Hann hefur stíl svipaðan Machida (innsk: Lyoto Machida, brasilískur bardagakappi) þótt hann sé ekki næstum því jafn nákvæmur eða banvænn og Machida. Hann hefur marga veikleika. Hann er miklu sterkari á jörðinni en annars staðar þegar kemur að því að kýla og glíma. Ég tel mig sterkari á því sviði," sagði Pyle brattur.
"Ég hef líka heyrt að hann sé mjög góður í fangbrögðum. Ef ég vil ekki glíma við hann þá finn ég leiðir til þess að sleppa því. Ég hef keppt við marga gaura sem hafa unnið tíu plús bardaga í röð. Þeir hafa svo stoppað á mér. Ég ætla mér að verða fyrsti maðurinn sem vinnur Gunnar Nelson. Ég ætla mér að ganga frá honum."
Pyle virðist litlar áhyggjur hafa af því að Gunnar skarti svörtu belti í brasilísku Jiu-Jitsu.
"Miðað við það sem ég hef séð var ekkert sérstakt sem hann sýndi gegn Demarques Johnson. Hann náði bara taki á honum og kyrkti hann. Með fullri virðingu fyrir Demarques Johnson þá var ekkert merkilegt við það."
Pyle ætlar að ganga frá Gunnari Nelson

Mest lesið





Skórnir hennar seldust upp á mínútu
Körfubolti

„Ég var bara með niðurgang“
Fótbolti


„Heilt yfir var ég bara sáttur“
Fótbolti

