Ber þungar sakir á embætti sérstaks saksóknara Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. mars 2013 18:30 Embætti sérstaks saksóknara þverbrýtur reglur um meðferð sakamála, segir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings. Hann segir að það hafi verið mistök að stofna embættið og stjórnvöld hefðu frekar átt að láta Ríkissaksóknara um meðferð mála sem tengdust bankahruninu. Fyrir tæpum tveimur vikum ákærði sérstakur saksóknari Sigurð og átta aðra fyrrverandi starfsmenn Kaupþings fyrir markaðsmisnotkun og umboðsvik sem framin voru á árunum fyrir hrun Kaupþings. Áður hafði Sigurður ásamt helstu stjórnendum Kaupþings verið ákærður fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í svokölluðu al-Thani máli. Sigurður segir að svo virðist vera sem embætti sérstaks saksóknara líti á það sem mælikvarða fyrir árangur sinn að finna aðila sem eru sekir um eitthvað sem á að hafa gerst fyrir bankahrun. Embættið svífist einskis í því og brjóti lög og reglur sem snúi að rannsókn svona mála. Hann ber þungar sakir á embættið. „Þetta embætti hlerar samtöl sakborninga við lögmenn og eyðir ekki einu sinni þeim gögnum eftir hlustun. Embættið hefur notað skjal um einn mann í héraðsdómi til að fá handtökuheimild fyri annan mann. Embættið hefur skrökvað að alþjóðalögreglunni, Interpol, það er látið henni í té rangar upplýsingar til að fá undirritaðan settan á einhverskonar glæpamannalista úti í heimi. Embættið notar skýrslu rannsakenda sem ákæruskjal og hann er sjálfur yfirmaður rannsakendanna, en rannsakendur eiga að kanna bæði sekt og sýknu. Þetta embætti afhendir ekki verjendum öll gögn og ekki innan tímaramma laganna. Þetta embætti leggur fram viðbótargögn eftir að ákæra hefur verið lögð fram og starfsmenn þessa embættis leggjast svo lágt að selja upplýsingar til þriðja aðila og komast upp með það. Samanber þetta mál Lárusar Weldings og Guðmundar Hjaltasonar," segir Sigurður Einarsson. Hann vill ekki greina nánar frá því í hvaða tilfellum samtöl verjenda og sakborninga hafi verið brotin. Aðspurður segist hann telja að þessi hegðun starfsmanna embættisins sé bæði til komin vegna þrýstings frá samfélaginu og pólitískum þrýstingi. Þá hefði verið eðlilegra að láta Ríkissaksóknara sjá um meðferð efnahagsbrotamála í stað þess að stofna embætti sérstaks saksóknara. „Ég held að í baksýnisspeglinum sé ekki nokkur vafi á því að þetta embætti séu mikil mistök," segir hann. Betur hefði verið hugað að þeim lögum og reglum sem gilda um rannsókn sakamál ef ríkissaksóknari hefði séð um meðferð þeirra. „Ég leyfi mér að efast um að farið hefði verið svo illa með þær reglur og lög sem gilda um rannsókn svona mála. Ég tel að hugað hefði verið raunverulega að því hvort um nokkur afbrot sé að ræða," segir Sigurður. Viðskiptin við al-Thani eru Sigurði hugleikin en hann er þess fullviss að lög hafi ekki verið brotin í þeim viðskiptum. „Það er ekki nokkrum heilvita manni sem dettur í hug að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Ég tala nú ekki um eftir að skilanefnd Kaupþings samdi við Sheik Hammad bin Kalifa al Thani um uppgjör viðskiptanna þar sem hann greiðir þeim stórfé. Það er ekki nokkur leið að telja að þarna sé um sýndarviðskipti að ræða, ekki einu sinni fyrir sérstakan saksóknara. Samt heldur hann því máli til streitu," segir hann. Þá sé farið út í að gefa nýja ákæru um óskyld mál. Sigurður furðar sig á því að al-Thani málið hafi ekki verið sameinað nýju ákærunni og með því séu reglur um málsmeðferð einnig brotnar. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara þverbrýtur reglur um meðferð sakamála, segir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings. Hann segir að það hafi verið mistök að stofna embættið og stjórnvöld hefðu frekar átt að láta Ríkissaksóknara um meðferð mála sem tengdust bankahruninu. Fyrir tæpum tveimur vikum ákærði sérstakur saksóknari Sigurð og átta aðra fyrrverandi starfsmenn Kaupþings fyrir markaðsmisnotkun og umboðsvik sem framin voru á árunum fyrir hrun Kaupþings. Áður hafði Sigurður ásamt helstu stjórnendum Kaupþings verið ákærður fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í svokölluðu al-Thani máli. Sigurður segir að svo virðist vera sem embætti sérstaks saksóknara líti á það sem mælikvarða fyrir árangur sinn að finna aðila sem eru sekir um eitthvað sem á að hafa gerst fyrir bankahrun. Embættið svífist einskis í því og brjóti lög og reglur sem snúi að rannsókn svona mála. Hann ber þungar sakir á embættið. „Þetta embætti hlerar samtöl sakborninga við lögmenn og eyðir ekki einu sinni þeim gögnum eftir hlustun. Embættið hefur notað skjal um einn mann í héraðsdómi til að fá handtökuheimild fyri annan mann. Embættið hefur skrökvað að alþjóðalögreglunni, Interpol, það er látið henni í té rangar upplýsingar til að fá undirritaðan settan á einhverskonar glæpamannalista úti í heimi. Embættið notar skýrslu rannsakenda sem ákæruskjal og hann er sjálfur yfirmaður rannsakendanna, en rannsakendur eiga að kanna bæði sekt og sýknu. Þetta embætti afhendir ekki verjendum öll gögn og ekki innan tímaramma laganna. Þetta embætti leggur fram viðbótargögn eftir að ákæra hefur verið lögð fram og starfsmenn þessa embættis leggjast svo lágt að selja upplýsingar til þriðja aðila og komast upp með það. Samanber þetta mál Lárusar Weldings og Guðmundar Hjaltasonar," segir Sigurður Einarsson. Hann vill ekki greina nánar frá því í hvaða tilfellum samtöl verjenda og sakborninga hafi verið brotin. Aðspurður segist hann telja að þessi hegðun starfsmanna embættisins sé bæði til komin vegna þrýstings frá samfélaginu og pólitískum þrýstingi. Þá hefði verið eðlilegra að láta Ríkissaksóknara sjá um meðferð efnahagsbrotamála í stað þess að stofna embætti sérstaks saksóknara. „Ég held að í baksýnisspeglinum sé ekki nokkur vafi á því að þetta embætti séu mikil mistök," segir hann. Betur hefði verið hugað að þeim lögum og reglum sem gilda um rannsókn sakamál ef ríkissaksóknari hefði séð um meðferð þeirra. „Ég leyfi mér að efast um að farið hefði verið svo illa með þær reglur og lög sem gilda um rannsókn svona mála. Ég tel að hugað hefði verið raunverulega að því hvort um nokkur afbrot sé að ræða," segir Sigurður. Viðskiptin við al-Thani eru Sigurði hugleikin en hann er þess fullviss að lög hafi ekki verið brotin í þeim viðskiptum. „Það er ekki nokkrum heilvita manni sem dettur í hug að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Ég tala nú ekki um eftir að skilanefnd Kaupþings samdi við Sheik Hammad bin Kalifa al Thani um uppgjör viðskiptanna þar sem hann greiðir þeim stórfé. Það er ekki nokkur leið að telja að þarna sé um sýndarviðskipti að ræða, ekki einu sinni fyrir sérstakan saksóknara. Samt heldur hann því máli til streitu," segir hann. Þá sé farið út í að gefa nýja ákæru um óskyld mál. Sigurður furðar sig á því að al-Thani málið hafi ekki verið sameinað nýju ákærunni og með því séu reglur um málsmeðferð einnig brotnar.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira