Orðrómurinn um að Alexis Sanchez fari frá Barcelona verður háværari með hverjum deginum. Fjölmiðlar herma að hann sé á förum til Ítalíu.
Sílemaðurinn hefur ekki þótt standa undir væntingum hjá Barcelona og Börsungar eru sagðir vera til í að selja í sumar.
Umboðsmaður leikmannsins er sagður ætla að eyða páskunum á Ítalíu þar sem hann ætlar að ræða við forráðamenn Juventus og Inter.
Sanchez kann vel sig í ítalska boltanum en hann lék með Udinese frá 2006 til 2011.

