Guðmundur Eggert Stephensen borðtenniskappi náði þeim einstaka árangri í dag að vinna sinn 20. Íslandsmeistaratitil í röð í einliðaleik.
Guðmundur vann þá öruggan sigur á KR-ingnum Kára Mímissyni. Guðmundur var 11 ára gamall er hann vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá.
"Þetta er orðið gott. Nú mega aðrir fara að vera að vera Íslandmeistarar," sagði Guðmundur við Vísi eftir sigurinn í dag.
"Þetta var mitt síðasta Íslandsmót í bili. Ég er ekki hættur í borðtennis en þetta var mitt síðasta Íslandsmót í bili."
Guðmundur mun halda áfram að spila með félagsliði sínu í Hollandi og hann ætlar einnig að taka þátt í mótum hérlendis en Íslandsbikarinn fer annað á næsta ári.
Nánar verður rætt við Guðmund í Fréttablaðinu á morgun.
Mitt síðasta Íslandsmót í bili

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn