Evrópusambandið hefur sektað tölvurisann Microsoft um 561 milljón evra eða yfir 90 milljarða króna.
Sektin er vegna þess að Microsoft bauð ekki upp á aðra möguleika á netvöfrum en sinn eigin, það er Internet Explorer, í tölvum sínum.
Árið 2010 sömdu Evrópusambandið um að Microsoft byði neytendum upp á aðra valmöguleika eins og Firefox eða Chrome. Sá möguleiki var síðan felldur út með Windows 7 stýrikerfinu árið 2011. Fyrir það er Microsoft sektað enda talið samkeppnishamlandi hvernig tölvurisinn stóð að málinu.
Microsoft segir að um tæknileg mistök hafi verið að ræða að aðrir valmöguleikar á vöfrum duttu út með nýja stýrikerfinu.
ESB sektar Microsoft um rúma 90 milljarða

Mest lesið

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent



Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag
Viðskipti innlent

Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983
Viðskipti innlent

Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent

Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum
Viðskipti innlent