Gareth Bale, Gylfi Sigurðsson og Jan Vertonghen tryggði Tottenham 3-0 sigur á Internazionale í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær en það var einn mínus við annars frábært Evrópukvöld á White Hart Land.
Gareth Bale fékk spjald í leiknum sem þýðir að þessi frábæri leikmaður verður í leikbanni í seinni leiknum á San Siro.
„Þetta var mjög góð frammistaða og frábært Evrópukvöld fyrir okkur. Því miður erum við ekki enn komnir áfram og við eigum eftir erfiðan seinni leik á Ítalíu. Ég vona að við getum gert nóg í seinni leiknum til þess að komast áfram," sagði Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham.
„Við munum sakna Bale mikið. Miðað við stöðuna í leiknum þá hefðum við kannski beðið hann um að ná í gult spjald til að "hreinsa" sig fyrir átta liða úrslitin en það breytir ekki því að við munum sakna hans í seinni leiknum. Hann hefur ráðið miklu fyrir okkur í síðustu leikjum. Vonandi klárum við þetta án Bale og komumst í átta liða úrslitin," sagði Villas-Boas.
Villas-Boas: Vonandi klárum við þetta án Bale
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Frá Midtjylland til Newcastle
Fótbolti





Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti


Szczesny ekki hættur enn
Fótbolti

Vörn Grindavíkur áfram hriplek
Fótbolti