Sport

Sex féllu á lyfjaprófi á HM í frjálsum 2005

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ivan Tsikhan og Vadim Devyatovskiy.
Ivan Tsikhan og Vadim Devyatovskiy. Mynd/Nordic Photos/Getty
Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur gefið það út að sex íþróttamenn á HM í frjálsum íþróttum í Helsinki árið 2005 hafi í raun fallið á lyfjaprófi. Það kom ekki í ljós fyrr en sýni þeirra voru könnuð á ný með nýjustu tækni.

Íþróttamennirnir sex unnu allir nema einn til verðlaun á heimsmeistaramótinu fyrir að verða átta árum en þetta voru þrír karlar og þrjár konur. Allir íþróttamennirnir komu annaðhvort frá Hvíta-Rússlandi eða Rússlandi.

Íþróttamennirnir eru Andrei Mikhnevich kúluvarpari frá Hvíta-Rússlandi, Ivan Tsikhan frá Hvíta-Rússlandi sem vann gull í sleggjukasti karla, Vadim Devyatovskiy frá Hvíta-Rússlandi sem vann silfur í sleggjukasti karla, Tatyana Kotova frá Rússlandi sem vann silfur í langstökki kvenna, Nazdeya Ostapchuk frá Hvíta-Rússlandi sem vann gull í kúluvarpi kvenna og Olga Kuzenkova frá Rússlandi sem vann gull í sleggjukasti kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×