Emil Hallfreðsson lék allan leikinn fyrir Hellas Verona sem sigraði Grosseto 2-0 á útivelli í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag.
Nicola Ferrari skoraði fyrra mark Hellas Verona úr vítaspyrnu á 25. mínútu leiksins og fimm mínútum síðar skoraði Fabrizio Cacciatore seinna markið og þar við sat.
Emil Hallfreðsson nældi sér í gula spjaldið á 72. mínútu.
Hellas Verona hefur nú unnið þrjá af fjórum síðustu leikjum sínum í deildinni en liðið á í harðir baráttu um sæti í ítölsku A-deildinni.
Hellas Verona er sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar, nú stigi á eftir Livorno sem á leik til góða síðar í dag. Grosseto er í neðsta sæti deildarinnar.
Hellas Verona sigraði botnliðið | Emil lék allan leikinn
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
