Rafstjórn ehf. býður uppsetningu og viðhald á hita-, loftræsti- og kælikerfum.
Sífellt verður meiri þörf fyrir kælingu á tölvubúnaði á Íslandi. Flest íslensk fyrirtæki þurfa að fjárfesta í dýrum tölvu- og tæknibúnaði, sem gefa frá sér hita. Þessi búnaður er oft viðkvæmur og er ekki gerður til þess að þola hátt hitastig sem getur myndast í tölvurýmum.
Rétt hitastig í tölvurýmum
Mikilvægt er að viðhalda réttu hitastigi í tölvurýmum sem tryggir rekstraröryggi tölvukerfa. Það eykur líftíma tækjanna og getur lækkað rekstarkostnað tölvukerfis.
Stulz-kælitæki
Fyrirtækið Rafstjórn ehf. er sérhæft í uppsetningu og viðhaldi á hita-, loftræsti- og kælikerfum og hefur um árabil boðið upp á hágæða kælitæki frá Stulz í Þýskalandi fyrir tölvurými, skrifstofur, fundarsali og fleira. Kælitækin frá Stulz henta fyrir allar gerðir tölvurýma, allt frá minnstu rýmum til þeirra stærstu.
Aðbúnaður starfsfólks
Undanfarin misseri hefur sala aukist mjög í kælitækjum fyrir skrifstofur og fundarsali. Nú á tímum gerir fólk sífellt meiri kröfur um góðan aðbúnað á vinnustöðum. Fólk ver stórum hluta dagsins á vinnustað sínum og vill hafa þægilegt hitastig.
Hljóðlát tæki
Rafstjórn hefur boðið upp á sérstaklega hljóðlát tæki með fjarstýringu sem henta frábærlega á skrifstofur. Hægt er að snúa virkni tækisins við og láta það hita, sem getur komið sér vel á köldum vetrarmorgnum.
Þjónusta
Rafstjórn býður þá þjónustu að koma á staðinn, veita ráðgjöf og gera tilboð fyrirtækjum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar er að finna á rafstjorn.is.
Kæling fyrir tölvurými og skrifstofur
