JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON í Nylon Magazine Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. febrúar 2013 09:30 Guðmundur Jörundsson hefur á stuttum tíma getið sér gott nafn í tískuheiminum, en hann er yfirhönnuður Kormáks og Skjaldar auk þess sem hann byrjaði nýlega með eigin tískulínu undir nafninu JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON. Guðmundur hefur hlotið mikla athygli fyrir hönnun sína, bæði hér heima og erlendis. Nýjasta rósin í hnappagatið er ítarleg umfjöllun í herraútgáfu Nylon Magazine í Singapúr. Í greininni var fjallað um bakgrunn Guðmundar sem fatahönnuðar, hvernig hann starfar og um vorlínu JÖR. Guðmundur segir erlend blöð alltaf vera upptekin af því hvaða áhrif Ísland hafi áhrif á hönnunina.Veistu hvað kom til þess að virt tískutímarit í Asíu frétti af þér? „Það fer allt svona í gegnum PR stofuna sem við erum hjá í London. Þeir senda út fréttatilkynningar og ef við vekjum áhuga sækist fólk eftir umfjöllun. Það koma stundum spennandi blöð eða blogg uppúr þessu en oft eitthvað ómerkilegt líka".Frá sýningu JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON.Hvað var það við hönnun þína sem Nylon Magazine heillaðist mest af? „Þeir voru hrifnir af andstæðunum og hvernig blandað er saman klassískum nítjándu aldar hefðum við framsæknari stíl. Einnig töluðu þeir mikið um heiminn í kringum línuna og að hann hafi hrifið þá".Guðmundur Jörundsson. Mynd: Baldur Kristjáns.Hverju meigum við búast við frá JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON á Reykjavík Fashion Festival í næsta mánuði? „Það má búast við enn frekari þróun á merkinu og að sjálfsögðu verður fyrsta dömulínan kynnt, en hún fer í sölu næsta haust. Merkið er í mótun og því má alltaf búast við einhverju fersku", segir Guðmundur að lokum. Þessa dagna stendur hann í ströngu við uppsetningu eigin búðar á Laugaveginum, en stefnan er tekin á að opna hana um miðjan mars.Hjartaknúsarinn Joseph Gordon-Levitt prýðir forsíðu tímaritsins þar sem fjallað er um hönnun Guðmundar Jörundssonar. RFF Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Guðmundur Jörundsson hefur á stuttum tíma getið sér gott nafn í tískuheiminum, en hann er yfirhönnuður Kormáks og Skjaldar auk þess sem hann byrjaði nýlega með eigin tískulínu undir nafninu JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON. Guðmundur hefur hlotið mikla athygli fyrir hönnun sína, bæði hér heima og erlendis. Nýjasta rósin í hnappagatið er ítarleg umfjöllun í herraútgáfu Nylon Magazine í Singapúr. Í greininni var fjallað um bakgrunn Guðmundar sem fatahönnuðar, hvernig hann starfar og um vorlínu JÖR. Guðmundur segir erlend blöð alltaf vera upptekin af því hvaða áhrif Ísland hafi áhrif á hönnunina.Veistu hvað kom til þess að virt tískutímarit í Asíu frétti af þér? „Það fer allt svona í gegnum PR stofuna sem við erum hjá í London. Þeir senda út fréttatilkynningar og ef við vekjum áhuga sækist fólk eftir umfjöllun. Það koma stundum spennandi blöð eða blogg uppúr þessu en oft eitthvað ómerkilegt líka".Frá sýningu JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON.Hvað var það við hönnun þína sem Nylon Magazine heillaðist mest af? „Þeir voru hrifnir af andstæðunum og hvernig blandað er saman klassískum nítjándu aldar hefðum við framsæknari stíl. Einnig töluðu þeir mikið um heiminn í kringum línuna og að hann hafi hrifið þá".Guðmundur Jörundsson. Mynd: Baldur Kristjáns.Hverju meigum við búast við frá JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON á Reykjavík Fashion Festival í næsta mánuði? „Það má búast við enn frekari þróun á merkinu og að sjálfsögðu verður fyrsta dömulínan kynnt, en hún fer í sölu næsta haust. Merkið er í mótun og því má alltaf búast við einhverju fersku", segir Guðmundur að lokum. Þessa dagna stendur hann í ströngu við uppsetningu eigin búðar á Laugaveginum, en stefnan er tekin á að opna hana um miðjan mars.Hjartaknúsarinn Joseph Gordon-Levitt prýðir forsíðu tímaritsins þar sem fjallað er um hönnun Guðmundar Jörundssonar.
RFF Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira