Koma PlayStation 4 hefur lítil áhrif á markmið CCP Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. febrúar 2013 20:04 „Okkar samstarf við Sony er til margra ára og við sjáum ekki fram á annað en að það verði líflegt," segir Þorsteinn Högni Gunnarsson, yfirmaður viðskiptaþróunar hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP. Fyrr í þessari viku boðaði japanska tæknifyrirtækið Sony komu fjórðu kynslóðar PlayStation leikjatölvunnar. Fyrirtækið gaf þó ekkert upp um útgáfudag, verð eða útlit tölvunnar. Á undanförnum árum hefur CCP unnið að þróun fyrstu persónu skotleiksins DUST 514. Leikurinn er nú í opinni prufukeyrslu á PlayStation 3 leikjatölvunni. Þorsteinn Högni segir að PlayStation 4 leikjatölvan — sem fer í almenna sölu seinna á þessu ári — breyti litlu fyrir þróun DUST 514. Sjö ár eru liðin frá því að PlayStation 3 fór í almenna sölu og augljóst hafi verið að Sony myndi á endanum kynna nýja kynslóð leikjatölvunnar. Þannig vonast Þorsteinn Högni til að líftími DUST 514 verði í takt við fjölspilunarleikinn EVE Online en hann hefur verið í stöðugri þróun síðasta áratug. „Á þessum tíu árum sem við höfum staðið í þróun á EVE Online höfum við uppfært leikinn og fært hann yfir á ný stýrikerfi sem byggja á nýjum vélbúnaði. Þetta á bæði við um PC-tölvur og Mac. Það gefur auga leið að ef við ætlum okkur að halda þessum leikjum úti þá þurfum við að gera það á þeim tölvubúnaði sem er ríkjandi hverju sinni." Þá segir Þorsteinn Högni að Sony hafi tekist afar vel með PlayStation 4 leikjatölvuna. „Við erum auðvitað afar spennt fyrir nýju tölvunni og þetta er skemmtilegt útspil hjá Sony." „En staðreyndin er sú að við erum að einblína á PlayStation 3, sú er staða mála í dag og við eigum þar stór verkefni eftir ," segir Þorsteinn Högni að lokum. Leikjavísir Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið
„Okkar samstarf við Sony er til margra ára og við sjáum ekki fram á annað en að það verði líflegt," segir Þorsteinn Högni Gunnarsson, yfirmaður viðskiptaþróunar hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP. Fyrr í þessari viku boðaði japanska tæknifyrirtækið Sony komu fjórðu kynslóðar PlayStation leikjatölvunnar. Fyrirtækið gaf þó ekkert upp um útgáfudag, verð eða útlit tölvunnar. Á undanförnum árum hefur CCP unnið að þróun fyrstu persónu skotleiksins DUST 514. Leikurinn er nú í opinni prufukeyrslu á PlayStation 3 leikjatölvunni. Þorsteinn Högni segir að PlayStation 4 leikjatölvan — sem fer í almenna sölu seinna á þessu ári — breyti litlu fyrir þróun DUST 514. Sjö ár eru liðin frá því að PlayStation 3 fór í almenna sölu og augljóst hafi verið að Sony myndi á endanum kynna nýja kynslóð leikjatölvunnar. Þannig vonast Þorsteinn Högni til að líftími DUST 514 verði í takt við fjölspilunarleikinn EVE Online en hann hefur verið í stöðugri þróun síðasta áratug. „Á þessum tíu árum sem við höfum staðið í þróun á EVE Online höfum við uppfært leikinn og fært hann yfir á ný stýrikerfi sem byggja á nýjum vélbúnaði. Þetta á bæði við um PC-tölvur og Mac. Það gefur auga leið að ef við ætlum okkur að halda þessum leikjum úti þá þurfum við að gera það á þeim tölvubúnaði sem er ríkjandi hverju sinni." Þá segir Þorsteinn Högni að Sony hafi tekist afar vel með PlayStation 4 leikjatölvuna. „Við erum auðvitað afar spennt fyrir nýju tölvunni og þetta er skemmtilegt útspil hjá Sony." „En staðreyndin er sú að við erum að einblína á PlayStation 3, sú er staða mála í dag og við eigum þar stór verkefni eftir ," segir Þorsteinn Högni að lokum.
Leikjavísir Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið