Ýr og Harpa Einars sameina krafta sína Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. febrúar 2013 09:30 Íslensku fatahönnuðirnir Ýr Þrastardóttir og Harpa Einarsdóttir hafa ákveðið að sameina krafta sína og vinna um þessar mundir saman að nýju tískumerki. Merkið mun bera nafnið Y-Z, en þær stöllur hafa áður hannað undir nöfnunum YR og Ziska. Afrakstur samstarfsins mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum.Ýr segir þessa mynd vera grófa innsýn inn fatamerkið Y-Z.„Mér var boðið að taka þátt í þessu verkefni með Hörpu og fannst það strax alveg ótrúlega spennandi. Þar sem ég var komin á fullt í undirbúning fyrir sýninguna á Reykjavík Fashion Festival ákváðum við að nota grunninn af þeirri vinnu í þetta verkefni og þróa út frá því nýtt konsept. Þetta samstarfsverkefni er í algjörum forgrunni hjá okkur báðum núna", segir Ýr en eins og Vísir greindi frá ákvað Ýr óvænt að draga sig út úr RFF þetta árið.Ýr Þrastardóttir.„Hugmyndafræðin á bak við Y-Z er að samnýta þekkingu okkar, tengslanet og starfsreynslu í að byggja upp merki sem verður sterkara fyrir vikið. Við höfum deilt vinnustofu um hríð og lengi verið á dagskrá að hefja samstarf, segir Ýr, en hún og Harpa eru ekki bara vinnufélagar heldur líka góðar vinkonur.Harpa Einarsdóttir.„ Að koma svona fatalínu á framfæri getur verið mjög mikil vinna því maður þarf að komast í samband við réttu aðilana. Okkur Hörpu fannst því tilvalið að vinna saman og komast þannig sem lengst með þetta. Við höfum báðar verið í New York og París og myndað tengslanet þar, en þessi heimur er í raun mun minni en maður gerir sér grein fyrir. Við erum núna komnar í samstarf við fagaðila á hinum ýmsu sviðum til að byggja upp heildstætt fatamerki sem lítur dagsins ljós von bráðar". RFF Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Íslensku fatahönnuðirnir Ýr Þrastardóttir og Harpa Einarsdóttir hafa ákveðið að sameina krafta sína og vinna um þessar mundir saman að nýju tískumerki. Merkið mun bera nafnið Y-Z, en þær stöllur hafa áður hannað undir nöfnunum YR og Ziska. Afrakstur samstarfsins mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum.Ýr segir þessa mynd vera grófa innsýn inn fatamerkið Y-Z.„Mér var boðið að taka þátt í þessu verkefni með Hörpu og fannst það strax alveg ótrúlega spennandi. Þar sem ég var komin á fullt í undirbúning fyrir sýninguna á Reykjavík Fashion Festival ákváðum við að nota grunninn af þeirri vinnu í þetta verkefni og þróa út frá því nýtt konsept. Þetta samstarfsverkefni er í algjörum forgrunni hjá okkur báðum núna", segir Ýr en eins og Vísir greindi frá ákvað Ýr óvænt að draga sig út úr RFF þetta árið.Ýr Þrastardóttir.„Hugmyndafræðin á bak við Y-Z er að samnýta þekkingu okkar, tengslanet og starfsreynslu í að byggja upp merki sem verður sterkara fyrir vikið. Við höfum deilt vinnustofu um hríð og lengi verið á dagskrá að hefja samstarf, segir Ýr, en hún og Harpa eru ekki bara vinnufélagar heldur líka góðar vinkonur.Harpa Einarsdóttir.„ Að koma svona fatalínu á framfæri getur verið mjög mikil vinna því maður þarf að komast í samband við réttu aðilana. Okkur Hörpu fannst því tilvalið að vinna saman og komast þannig sem lengst með þetta. Við höfum báðar verið í New York og París og myndað tengslanet þar, en þessi heimur er í raun mun minni en maður gerir sér grein fyrir. Við erum núna komnar í samstarf við fagaðila á hinum ýmsu sviðum til að byggja upp heildstætt fatamerki sem lítur dagsins ljós von bráðar".
RFF Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira