Fischer-setrið líklegasta nafnið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2013 13:34 Stefnt er að því að opna safnið í vor eða í síðasta lagi í sumar. „Það er unnið að fullu að undirbúningi, mikil fundarhöld og margir sem koma að þessu. Við erum með arkitekta, verkfræðinga, safnverði og fleira," segir Magnús Matthíasson formaður Skákfélags Selfoss. Skrifað var undir vilyrði að leigusamningi milli Skákfélags Selfoss og byggingarmeistarans Sigfúsar Kristinssonar síðastliðið sumar. Safnið verður staðsett á efri hæð Austurvegar 21. Upphaflega var stefnt að því að opna í byrjun mars en Magnús segir ljóst að svo verði ekki. Safnið muni þó opna í vor eða í síðasta lagi í sumar. Á safninu verða munir til sýnis úr einvígi Boris Spassky og Bobby Fischer í Reykjavík 1972, oft nefnt einvígi aldarinnar. Aðspurður hvernig gangi að safna munum segir Magnús: „Það hefur gengið ágætlega. Við höfum verið í samskiptum við stóra safnara á Íslandi sem og erlendis. Við höfum fengið vilyrði fyrir munum að láni og að gjöf líka. Það eru líka margir sem eiga verðmæta muni sem vilja mikla peninga fyrir þá," segir Magnús. Hann segist þó nokkuð sáttur með stöðu mála en vill þó ekki ræða frekar hvaða einstöku munir verði til sýnis. „Ég vil nú helst ekki gera það. Við erum í samningaviðræðum við þessa safnara og vil síður nefna sérstaka muni á þessu stigi," segir Magnús. Ekki hefur verið ákveðið formlega hvaða nafn safnið mun bera en eitt er þó líklegra en önnur. „Fischer setrið á selfossi er líklegast að það muni heita. Það er það nafn sem við í undirbúningsnefndinni höfum notað. Mér þykir það líklegast en það er samt ekki alveg pottþétt," segir Magnús. Bobby Fischer er sem kunnugt er jarðsettur í kirkjugarðinum í Laugardælum í grennd við Selfoss. Ferðamenn hafa sýnt grafreitnum mikinn áhuga. „Ég hef eftir fólki sem býr þarna í Laugardælum að það er stöðugur umferð þarna. Það koma nokkra bílar á hverjum einasta degi. Yfir sumartímann koma lágmark ein eða tvær rútur daglega þannig að áhuginn er gríðarlega mikill," segir Magnús. Árborg Einvígi aldarinnar Bobby Fischer Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Það er unnið að fullu að undirbúningi, mikil fundarhöld og margir sem koma að þessu. Við erum með arkitekta, verkfræðinga, safnverði og fleira," segir Magnús Matthíasson formaður Skákfélags Selfoss. Skrifað var undir vilyrði að leigusamningi milli Skákfélags Selfoss og byggingarmeistarans Sigfúsar Kristinssonar síðastliðið sumar. Safnið verður staðsett á efri hæð Austurvegar 21. Upphaflega var stefnt að því að opna í byrjun mars en Magnús segir ljóst að svo verði ekki. Safnið muni þó opna í vor eða í síðasta lagi í sumar. Á safninu verða munir til sýnis úr einvígi Boris Spassky og Bobby Fischer í Reykjavík 1972, oft nefnt einvígi aldarinnar. Aðspurður hvernig gangi að safna munum segir Magnús: „Það hefur gengið ágætlega. Við höfum verið í samskiptum við stóra safnara á Íslandi sem og erlendis. Við höfum fengið vilyrði fyrir munum að láni og að gjöf líka. Það eru líka margir sem eiga verðmæta muni sem vilja mikla peninga fyrir þá," segir Magnús. Hann segist þó nokkuð sáttur með stöðu mála en vill þó ekki ræða frekar hvaða einstöku munir verði til sýnis. „Ég vil nú helst ekki gera það. Við erum í samningaviðræðum við þessa safnara og vil síður nefna sérstaka muni á þessu stigi," segir Magnús. Ekki hefur verið ákveðið formlega hvaða nafn safnið mun bera en eitt er þó líklegra en önnur. „Fischer setrið á selfossi er líklegast að það muni heita. Það er það nafn sem við í undirbúningsnefndinni höfum notað. Mér þykir það líklegast en það er samt ekki alveg pottþétt," segir Magnús. Bobby Fischer er sem kunnugt er jarðsettur í kirkjugarðinum í Laugardælum í grennd við Selfoss. Ferðamenn hafa sýnt grafreitnum mikinn áhuga. „Ég hef eftir fólki sem býr þarna í Laugardælum að það er stöðugur umferð þarna. Það koma nokkra bílar á hverjum einasta degi. Yfir sumartímann koma lágmark ein eða tvær rútur daglega þannig að áhuginn er gríðarlega mikill," segir Magnús.
Árborg Einvígi aldarinnar Bobby Fischer Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira