Biophilia fékk Grammy-verðlaunin fyrir hönnun 11. febrúar 2013 08:49 Björk Guðmundsdóttir. Biophilia, plata Bjarkar, fékk bandarísku Grammy-verðlaunin í nótt fyrir hönnun. Það voru þeir Michael Amzalag og Mathias Augstyniak, samstarfsmenn Bjarkar til margra ára, sem fengu verðlaunin fyrir hönnunina. Grammy-verðlaunahátíðin var haldin vestanhafs í nótt. Það var hljómsveitin Mumford & Sons sem fékk aðalverðlaunin en plata þeirra Babel var valin besta plata ársins. Hljómsveitin Fun fékk verðlaunin sem besti nýliði ársins og raunar fékk lag þeirra We Are Young, þar sem Janelle Monae slæst í hóp með þríeykinu, verðlaunin sem besta lag ársins. Ástralski söngvarinn Gotye vann þrenn verðlaun. Þeirra á meðal voru verðlaun fyrir smáskífu ársins með laginu Somebody That I Used to Know með söngkonunni Kimbru frá Nýja-Sjálandi í broddi fylkingar. Biophilia Bjarkar var tilnefnd sem besta jaðarplatan en þar sigraði Gotye með sinni plötu, Making Mirrors. Björk hefur því verið tilnefnd alls þrettán sinnum til verðlaunanna en aldrei unnið sjálf þar sem verðlaunin í nótt voru merkt fyrrnefndum samstarfsmönnum hennar. Rokkararnir Dan Auerbach og Patrick Carney í Black Keys nældu einnig í þrenn verðlaun. Þar á meðal áttu þeir rokkplötu ársins, El Camino. Auerbach var einnig kjörinn framleiðandi ársins. Meðal annarra verðlaunahafa má nefna Jay-Z og Kanye West, DJ Skrillex, Adele, Zac Brown Band, Miguel og Kelly Clarkson. Þá sneri Justin Timberlake aftur í sviðsljósið eftir langa fjarveru af tónlistarsviðinu. Hann söng lagið Suit & Tie fyrir áhorfendur en lagið er það fyrsta sem hann gefur út í fimm ár. Björk Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Biophilia, plata Bjarkar, fékk bandarísku Grammy-verðlaunin í nótt fyrir hönnun. Það voru þeir Michael Amzalag og Mathias Augstyniak, samstarfsmenn Bjarkar til margra ára, sem fengu verðlaunin fyrir hönnunina. Grammy-verðlaunahátíðin var haldin vestanhafs í nótt. Það var hljómsveitin Mumford & Sons sem fékk aðalverðlaunin en plata þeirra Babel var valin besta plata ársins. Hljómsveitin Fun fékk verðlaunin sem besti nýliði ársins og raunar fékk lag þeirra We Are Young, þar sem Janelle Monae slæst í hóp með þríeykinu, verðlaunin sem besta lag ársins. Ástralski söngvarinn Gotye vann þrenn verðlaun. Þeirra á meðal voru verðlaun fyrir smáskífu ársins með laginu Somebody That I Used to Know með söngkonunni Kimbru frá Nýja-Sjálandi í broddi fylkingar. Biophilia Bjarkar var tilnefnd sem besta jaðarplatan en þar sigraði Gotye með sinni plötu, Making Mirrors. Björk hefur því verið tilnefnd alls þrettán sinnum til verðlaunanna en aldrei unnið sjálf þar sem verðlaunin í nótt voru merkt fyrrnefndum samstarfsmönnum hennar. Rokkararnir Dan Auerbach og Patrick Carney í Black Keys nældu einnig í þrenn verðlaun. Þar á meðal áttu þeir rokkplötu ársins, El Camino. Auerbach var einnig kjörinn framleiðandi ársins. Meðal annarra verðlaunahafa má nefna Jay-Z og Kanye West, DJ Skrillex, Adele, Zac Brown Band, Miguel og Kelly Clarkson. Þá sneri Justin Timberlake aftur í sviðsljósið eftir langa fjarveru af tónlistarsviðinu. Hann söng lagið Suit & Tie fyrir áhorfendur en lagið er það fyrsta sem hann gefur út í fimm ár.
Björk Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira