Diego Milito, argentínski framherjinn hjá Internazionale, hefur leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili eftir að í ljós kom að hann er með slitið krossband.
Milito meiddist illa á hné eftir aðeins sex mínútna leik á móti rúmenska liðinu Cluj í Evrópudeildinni í gær. Hann var ný kominn aftur eftir önnur meiðsli.
Það mátti strax sjá á viðbrögðum Diego Milito að meiðslin væru alvarleg því tárin runnu þegar hann var borinn af velli.
Meiðslin eru mikið áfall fyrir Internazionale enda er Milito aðalframherji liðsins. Milito hefur skorað 9 mörk í 20 deildarleikjum á þessu tímabili en var með 24 mörk í 33 leikjum á síðustu leiktíð.
Vængmaðurinn Rodrigo Palacio kom inn á fyrir Diego Milito og skoraði bæði mörk Internazionale í þessum 2-0 sigri á Cluj.
Tímabilið búið hjá Diego Milito
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



