Mario Balotelli heldur áfram að gera það gott eftir komuna til AC Milan. Í kvöld skoraði hann eitt mark í 2-1 sigri á Parma á heimavelli. Balotelli hefur nú skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með liðinu.
AC Milan komst yfir með sjálfsmarki Gabriel Paletta á 39. mínútu en Balotelli jók forystuna í 2-0 á 78. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu. Nicola Sansone skoraði mark Parma í uppbótartíma leiksins.
Milan komst með sigrinum upp í þriðja sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar en þetta var fyrsti leikur 25. umferðar. Parma er í tíunda sætinu.
Balotelli enn á skotskónum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
