Fótbolti

Hólmar þarf ekki að taka út leikbann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Hólmar Örn Eyjólfsson má spila með Bochum í næsta leik liðsins í þýsku B-deildinni, þrátt fyrir að hafa fengið rautt í síðasta leik.

Hólmar fékk rautt fyrir að brjóta á andstæðingi sem var sloppinn í gegn í leik Bochum og Dresden á föstudagskvöldið.

Dómari leiksins fór hins vegar mannavillt því það var liðsfélagi Hólmars sem braut af sér. Hólmar hefði átt að fara í sjálfkrafa eins leiks bann fyrir spjaldið en þýska knattspyrnusambandið tók málið upp í dag og felldi leikbannið eðlilega niður.

Hólmar var nýbúinn að taka út þriggja leikja bann fyrir að hafa fengið rautt fyrr á tímabilinu þegar að hann spilaði gegn Dresden á föstudaginn.

Bochum mætir Duisburg í þýsku B-deildinni á föstudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×