Ný PlayStation leikjatölva kynnt til leiks í febrúar 6. febrúar 2013 13:59 Japanski tæknirisinn Sony mun opinbera nýja PlayStation leikjatölvu þann 20. febrúar næstkomandi. Líklegt þykir að leikjatölvan fari í almenna sölu seinna á þessu ári. Líklegt þykir að helsti keppinautur japanska fyrirtækisins, Microsoft, muni að sama skapi svipta hulunni af nýrri leikjatölvu á næstu vikum. Síðustu ár hafa fyrirtækin tvö háð hatramma baráttum um yfirráð á leikjatölvumarkaðinum. Enn er margt á huldu um nýju leikjatölvuna frá PlayStation. Jafnvel er talið að Sony muni rjúfa þá hefð sem ráðið hefur nafni leikjatölvunnar hingað til — PlayStation Orbis er mögulegt heiti tölvunnar, ekki PlayStation 4. PlayStation og Xbox leikjatölvurnar hafa reynst mikilvægar tekjulindir fyrir Sony og Microsoft. Engu að síður á tölvuleikjageirinn undir höggi að sækja. Sala á tölvuleikjum í desember á síðasta ári féll um heil 22 prósent og er það í takt við þróun síðustu missera.Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband fyrir nýju leikjatölvuna hér fyrir ofan. Leikjavísir Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Japanski tæknirisinn Sony mun opinbera nýja PlayStation leikjatölvu þann 20. febrúar næstkomandi. Líklegt þykir að leikjatölvan fari í almenna sölu seinna á þessu ári. Líklegt þykir að helsti keppinautur japanska fyrirtækisins, Microsoft, muni að sama skapi svipta hulunni af nýrri leikjatölvu á næstu vikum. Síðustu ár hafa fyrirtækin tvö háð hatramma baráttum um yfirráð á leikjatölvumarkaðinum. Enn er margt á huldu um nýju leikjatölvuna frá PlayStation. Jafnvel er talið að Sony muni rjúfa þá hefð sem ráðið hefur nafni leikjatölvunnar hingað til — PlayStation Orbis er mögulegt heiti tölvunnar, ekki PlayStation 4. PlayStation og Xbox leikjatölvurnar hafa reynst mikilvægar tekjulindir fyrir Sony og Microsoft. Engu að síður á tölvuleikjageirinn undir höggi að sækja. Sala á tölvuleikjum í desember á síðasta ári féll um heil 22 prósent og er það í takt við þróun síðustu missera.Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband fyrir nýju leikjatölvuna hér fyrir ofan.
Leikjavísir Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira