Stelpurnar fá að verja Evrópumeistaratitilinn á heimavelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2013 15:43 Stúlknalandsliðið vann líka Evrópugull á síðasta móti. Mynd//Vilhelm Fimleikasamband Íslands hefur fengið það verkefni að halda Evrópumótið í Hópfimleikum á Íslandi árið 2014 en þetta verður tíunda Evrópumótið. Íslenska kvennalandsliðið hefur unnið gullið á síðustu tveimur Evrópumótum og fær því tækifæri til að ná þrennunni á heimavelli. Þetta verður 10 skiptið sem Evrópumótið fer fram, en fyrsta opinbera mótið fór fram 1996 í Finnlandi. Íslensku landsliðin hafa verið mjög sigursæl á evrópumótum undanfarin ár og komu heim með tvo meistaratitla frá síðasta móti sem haldið var í Danmörku haustið 2012 því bæði kvennaliðið og stúlknaliðið unnu gullið á glæsilegan hátt. Evrópumótið 2014 er lang stærsti fimleikaviðburður sem fram hefur farið á Íslandi og viðurkenning á því frábæra starfi sem fram fer innan Íslensku fimleikahreyfingarinnar hvort sem litið er til iðkenda, þjálfara, starfsfólks eða sjálfboðaliða. Áætlað er að á milli 700 og 1000 keppendur frá 15-20 löndum komi til landsins og þeim fylgi um 1500-2000 áhorfendur. Ætla má að beinar og óbeinar tekjur af mótinu geti numið rúmum hálfum milljarði. Hópfimleikar (TeamGym) eru ein af sjö greinum innan Fimleikasambands Evrópu (UEG) og hefur verið í gríðarlegum vexti innan Evrópu síðustu árin, en hún er nú stunduð í langflestum Evrópulöndum. Á heimsvísu er greinin að festa rætur í Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður Afríku og Japan og vonir standa til að hún verði tekin upp innan Alþjóða Fimleikasambandsins á næstu árum. Íþróttir Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sjá meira
Fimleikasamband Íslands hefur fengið það verkefni að halda Evrópumótið í Hópfimleikum á Íslandi árið 2014 en þetta verður tíunda Evrópumótið. Íslenska kvennalandsliðið hefur unnið gullið á síðustu tveimur Evrópumótum og fær því tækifæri til að ná þrennunni á heimavelli. Þetta verður 10 skiptið sem Evrópumótið fer fram, en fyrsta opinbera mótið fór fram 1996 í Finnlandi. Íslensku landsliðin hafa verið mjög sigursæl á evrópumótum undanfarin ár og komu heim með tvo meistaratitla frá síðasta móti sem haldið var í Danmörku haustið 2012 því bæði kvennaliðið og stúlknaliðið unnu gullið á glæsilegan hátt. Evrópumótið 2014 er lang stærsti fimleikaviðburður sem fram hefur farið á Íslandi og viðurkenning á því frábæra starfi sem fram fer innan Íslensku fimleikahreyfingarinnar hvort sem litið er til iðkenda, þjálfara, starfsfólks eða sjálfboðaliða. Áætlað er að á milli 700 og 1000 keppendur frá 15-20 löndum komi til landsins og þeim fylgi um 1500-2000 áhorfendur. Ætla má að beinar og óbeinar tekjur af mótinu geti numið rúmum hálfum milljarði. Hópfimleikar (TeamGym) eru ein af sjö greinum innan Fimleikasambands Evrópu (UEG) og hefur verið í gríðarlegum vexti innan Evrópu síðustu árin, en hún er nú stunduð í langflestum Evrópulöndum. Á heimsvísu er greinin að festa rætur í Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður Afríku og Japan og vonir standa til að hún verði tekin upp innan Alþjóða Fimleikasambandsins á næstu árum.
Íþróttir Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sjá meira