Meirihlutaeigendur Bakkavarar vilja Lýð burt úr stjórnarformennsku Magnús Halldórsson skrifar 21. janúar 2013 18:30 Hluthafar í Bakkavör vilja að Lýður Guðmundsson hverfi úr starfi sínu sem stjórnarformaður félagsins, á meðan ákæra á hendur honum er til meðferðar í dómskerfinu. Lýður og Ágúst bróðir hans eru stærstu eigendur félagsins en Arion banki og lífeyrissjóðir standa gegn því að þeir nái meirihluta í félaginu. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem gjarnan eru kenndir við félagið sem þeir stofnuðu, Bakkavör, hafa á undanförnum mánuðum stækkað við eignarhlut sinn í Bakkavör, meðal annars með kaupum á hlut Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og þrotabús Glitnis. Ágúst og Lýður eru stærstu einstöku hluthafar félagsins, með 40 prósent hlut. Arion banki kemur næstur með 26 prósent hlut, og íslenskir lífeyrissjóðir eiga samtals um fjórðungs hlut, þar af eru lífeyrissjóðurinn Gildi og Lífeyrissjóður Verzlunarmanna stærstir með 5 til 7 prósent hvor. Vogunarsjóðurinn Burlington, sem meðal annars á kröfur í bú föllnu bankanna þriggja, á 6 prósent hlutafjár, og aðrir minni hluthafar þrjú prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu vilja hluthafarnir sem mynda meirihluta í félaginu, Arion banki og lífeyrissjóðirinir, að Lýður Guðmundsson stigi til hliðar sem stjórnarformaður félagsins, á meðan ákæra á hendur honum er til meðferðar í dómskerfinu. Lýður er ákærður ásamt Bjarnfreði Ólafssyni hæstaréttarlögmanni fyrir að hafa staðið ólöglega að hlutafjáraukningu hjá Exista. Þá vilja þeir sem halda á meirihlutaeign í félaginu að stjórnarformaðurinn komi úr þeirra röðum, en sé ekki annar bræðranna tveggja, þó þeir séu stærstu eigendur félagsins. Til marks um umfang reksturs Bakkavarar í Bretlandi, þá námu heildartekjur félagsins á þriðja ársfjórðungi í fyrra 422,3 milljónum punda, eða sem nemur tæplega 88 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu félagsins. Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hluthafar í Bakkavör vilja að Lýður Guðmundsson hverfi úr starfi sínu sem stjórnarformaður félagsins, á meðan ákæra á hendur honum er til meðferðar í dómskerfinu. Lýður og Ágúst bróðir hans eru stærstu eigendur félagsins en Arion banki og lífeyrissjóðir standa gegn því að þeir nái meirihluta í félaginu. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem gjarnan eru kenndir við félagið sem þeir stofnuðu, Bakkavör, hafa á undanförnum mánuðum stækkað við eignarhlut sinn í Bakkavör, meðal annars með kaupum á hlut Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og þrotabús Glitnis. Ágúst og Lýður eru stærstu einstöku hluthafar félagsins, með 40 prósent hlut. Arion banki kemur næstur með 26 prósent hlut, og íslenskir lífeyrissjóðir eiga samtals um fjórðungs hlut, þar af eru lífeyrissjóðurinn Gildi og Lífeyrissjóður Verzlunarmanna stærstir með 5 til 7 prósent hvor. Vogunarsjóðurinn Burlington, sem meðal annars á kröfur í bú föllnu bankanna þriggja, á 6 prósent hlutafjár, og aðrir minni hluthafar þrjú prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu vilja hluthafarnir sem mynda meirihluta í félaginu, Arion banki og lífeyrissjóðirinir, að Lýður Guðmundsson stigi til hliðar sem stjórnarformaður félagsins, á meðan ákæra á hendur honum er til meðferðar í dómskerfinu. Lýður er ákærður ásamt Bjarnfreði Ólafssyni hæstaréttarlögmanni fyrir að hafa staðið ólöglega að hlutafjáraukningu hjá Exista. Þá vilja þeir sem halda á meirihlutaeign í félaginu að stjórnarformaðurinn komi úr þeirra röðum, en sé ekki annar bræðranna tveggja, þó þeir séu stærstu eigendur félagsins. Til marks um umfang reksturs Bakkavarar í Bretlandi, þá námu heildartekjur félagsins á þriðja ársfjórðungi í fyrra 422,3 milljónum punda, eða sem nemur tæplega 88 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu félagsins.
Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira