Meirihlutaeigendur Bakkavarar vilja Lýð burt úr stjórnarformennsku Magnús Halldórsson skrifar 21. janúar 2013 18:30 Hluthafar í Bakkavör vilja að Lýður Guðmundsson hverfi úr starfi sínu sem stjórnarformaður félagsins, á meðan ákæra á hendur honum er til meðferðar í dómskerfinu. Lýður og Ágúst bróðir hans eru stærstu eigendur félagsins en Arion banki og lífeyrissjóðir standa gegn því að þeir nái meirihluta í félaginu. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem gjarnan eru kenndir við félagið sem þeir stofnuðu, Bakkavör, hafa á undanförnum mánuðum stækkað við eignarhlut sinn í Bakkavör, meðal annars með kaupum á hlut Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og þrotabús Glitnis. Ágúst og Lýður eru stærstu einstöku hluthafar félagsins, með 40 prósent hlut. Arion banki kemur næstur með 26 prósent hlut, og íslenskir lífeyrissjóðir eiga samtals um fjórðungs hlut, þar af eru lífeyrissjóðurinn Gildi og Lífeyrissjóður Verzlunarmanna stærstir með 5 til 7 prósent hvor. Vogunarsjóðurinn Burlington, sem meðal annars á kröfur í bú föllnu bankanna þriggja, á 6 prósent hlutafjár, og aðrir minni hluthafar þrjú prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu vilja hluthafarnir sem mynda meirihluta í félaginu, Arion banki og lífeyrissjóðirinir, að Lýður Guðmundsson stigi til hliðar sem stjórnarformaður félagsins, á meðan ákæra á hendur honum er til meðferðar í dómskerfinu. Lýður er ákærður ásamt Bjarnfreði Ólafssyni hæstaréttarlögmanni fyrir að hafa staðið ólöglega að hlutafjáraukningu hjá Exista. Þá vilja þeir sem halda á meirihlutaeign í félaginu að stjórnarformaðurinn komi úr þeirra röðum, en sé ekki annar bræðranna tveggja, þó þeir séu stærstu eigendur félagsins. Til marks um umfang reksturs Bakkavarar í Bretlandi, þá námu heildartekjur félagsins á þriðja ársfjórðungi í fyrra 422,3 milljónum punda, eða sem nemur tæplega 88 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu félagsins. Mest lesið Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hluthafar í Bakkavör vilja að Lýður Guðmundsson hverfi úr starfi sínu sem stjórnarformaður félagsins, á meðan ákæra á hendur honum er til meðferðar í dómskerfinu. Lýður og Ágúst bróðir hans eru stærstu eigendur félagsins en Arion banki og lífeyrissjóðir standa gegn því að þeir nái meirihluta í félaginu. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem gjarnan eru kenndir við félagið sem þeir stofnuðu, Bakkavör, hafa á undanförnum mánuðum stækkað við eignarhlut sinn í Bakkavör, meðal annars með kaupum á hlut Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og þrotabús Glitnis. Ágúst og Lýður eru stærstu einstöku hluthafar félagsins, með 40 prósent hlut. Arion banki kemur næstur með 26 prósent hlut, og íslenskir lífeyrissjóðir eiga samtals um fjórðungs hlut, þar af eru lífeyrissjóðurinn Gildi og Lífeyrissjóður Verzlunarmanna stærstir með 5 til 7 prósent hvor. Vogunarsjóðurinn Burlington, sem meðal annars á kröfur í bú föllnu bankanna þriggja, á 6 prósent hlutafjár, og aðrir minni hluthafar þrjú prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu vilja hluthafarnir sem mynda meirihluta í félaginu, Arion banki og lífeyrissjóðirinir, að Lýður Guðmundsson stigi til hliðar sem stjórnarformaður félagsins, á meðan ákæra á hendur honum er til meðferðar í dómskerfinu. Lýður er ákærður ásamt Bjarnfreði Ólafssyni hæstaréttarlögmanni fyrir að hafa staðið ólöglega að hlutafjáraukningu hjá Exista. Þá vilja þeir sem halda á meirihlutaeign í félaginu að stjórnarformaðurinn komi úr þeirra röðum, en sé ekki annar bræðranna tveggja, þó þeir séu stærstu eigendur félagsins. Til marks um umfang reksturs Bakkavarar í Bretlandi, þá námu heildartekjur félagsins á þriðja ársfjórðungi í fyrra 422,3 milljónum punda, eða sem nemur tæplega 88 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu félagsins.
Mest lesið Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent