Maria Sharapova frá Rússlandi og Li Na frá Kína tryggðu sér í morgun báðar sæti í undanúrslitum í einliðaleik kvenna á opna ástralska mótinu í tennis.
Maria Sharapova vann öruggan sigur á löndu sinni Ekaterina Makarova í sínum leik; 6-2 og 6-2 en Li Na sló út Agnieszka Radwańska frá Póllandi.
Þær Sharapova og Li Na mætast í undanúrslitunum en það á enn eftir að spila hina tvo leikina í átta manna úrslitunum þar sem mætast annarsvegar Victoria Azarenka og Svetlana Kuznetsova og hinsvegar Serena Williams og Sloane Stephens.
Maria Sharapova kemur númer tvö inn í mótið en Li Na var röðuð númer sex. Victoria Azarenka var númer eitt og Serena Williams númer þrjú en þær eru mjög sigurstranglegar í sínum leikjum í átta liða úrslitunum.
Sharapova komin í undanúrslitin á opna ástralska
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti





„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn

