Áfram, þetta er ekki búið Magnús Halldórsson skrifar 29. janúar 2013 20:00 Viðbrögð við Icesave-dómnum eru kannski stuttlega orðuð svona: Mikill léttir, gott að þurfa ekki að borga meira í erlendum gjaldeyri, það hefði verið óþolandi að borga skuldir einkarekins fyrirtækis sem fór á hausinn, en við erum samt í hrikalegum vandræðum. Vonandi munu allir stjórnarmálaflokkarnir leggja fram trúverðug plön um hvernig mögulegt verður að standa við skuldbindingar í erlendri mynt, á árunum 2015 til 2018. Eftir aðeins tvö ár myndast hér neyðarástand að óbreyttu. Mikilvægt er að muna að ódýrt erlent lánsfé í ótakmörkuðu magni kemur aldrei aftur, nema þegar allir eru búnir að gleyma því hvað gerðist síðast þegar aðstæður voru þannig. Líklega er langt í það. Ég er búinn leita að persónunni sem trúir því að við getum greitt þá nokkur hundruð milljarða (miðað skuldirnar sem eru á gjalddaga í erlendri mynt á þessu árabili, fyrir utan þrotabúin) sem eru á gjalddaga á fyrrnefndu tímabili en finn hana ekki. Enginn segir að þetta ætti að geta gengið upp, en margir segjast vona að ódýrt erlent lánsfé muni bjarga okkur. Óbreytt staða þýðir þrot, um það eru allir sammála sem ég hef talað við. Það er svolítið óhuggulegt að hlusta á svartnættisspár, en við Íslendingar erum brenndir af því að taka ekki mark á þeim. Seðlabankinn er búinn að segja það að Landsbankinn sé ekki greiðslufær í erlendri mynt miðað við óbreytta stöðu. Samkvæmt lögum ætti Fjármálaeftirlitið, sem hefur aðstoðarseðlabankastjórann í stjórn, í það minnsta að vera búið að fá tilkynningar um þetta frá Landsbankanum. Opinberar skuldir á Íslandi eru þær fimmtu hæstu í Evrópu, tæplega 100 prósent af landsframleiðslu, um 1.600 milljarðar. Þriðjungur þeirra er í erlendri mynt, sem gerir stöðuna alvarlega í ljósi þess að við erum ekki að búa til nægilega mikið af gjaldeyristekjum til þess að geta staðið undir greiðslubyrðinni. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, en gamla góða kallið frá áhorfendabekkjunum til þeirra sem eru að taka þátt í kappleikjum, hjálpar kannski stjórnmálamönnunum, og öllum þeim sem eru að reyna leysa úr erfiðri stöðu, eitthvað. „Áfram, þetta er ekki búið." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun
Viðbrögð við Icesave-dómnum eru kannski stuttlega orðuð svona: Mikill léttir, gott að þurfa ekki að borga meira í erlendum gjaldeyri, það hefði verið óþolandi að borga skuldir einkarekins fyrirtækis sem fór á hausinn, en við erum samt í hrikalegum vandræðum. Vonandi munu allir stjórnarmálaflokkarnir leggja fram trúverðug plön um hvernig mögulegt verður að standa við skuldbindingar í erlendri mynt, á árunum 2015 til 2018. Eftir aðeins tvö ár myndast hér neyðarástand að óbreyttu. Mikilvægt er að muna að ódýrt erlent lánsfé í ótakmörkuðu magni kemur aldrei aftur, nema þegar allir eru búnir að gleyma því hvað gerðist síðast þegar aðstæður voru þannig. Líklega er langt í það. Ég er búinn leita að persónunni sem trúir því að við getum greitt þá nokkur hundruð milljarða (miðað skuldirnar sem eru á gjalddaga í erlendri mynt á þessu árabili, fyrir utan þrotabúin) sem eru á gjalddaga á fyrrnefndu tímabili en finn hana ekki. Enginn segir að þetta ætti að geta gengið upp, en margir segjast vona að ódýrt erlent lánsfé muni bjarga okkur. Óbreytt staða þýðir þrot, um það eru allir sammála sem ég hef talað við. Það er svolítið óhuggulegt að hlusta á svartnættisspár, en við Íslendingar erum brenndir af því að taka ekki mark á þeim. Seðlabankinn er búinn að segja það að Landsbankinn sé ekki greiðslufær í erlendri mynt miðað við óbreytta stöðu. Samkvæmt lögum ætti Fjármálaeftirlitið, sem hefur aðstoðarseðlabankastjórann í stjórn, í það minnsta að vera búið að fá tilkynningar um þetta frá Landsbankanum. Opinberar skuldir á Íslandi eru þær fimmtu hæstu í Evrópu, tæplega 100 prósent af landsframleiðslu, um 1.600 milljarðar. Þriðjungur þeirra er í erlendri mynt, sem gerir stöðuna alvarlega í ljósi þess að við erum ekki að búa til nægilega mikið af gjaldeyristekjum til þess að geta staðið undir greiðslubyrðinni. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, en gamla góða kallið frá áhorfendabekkjunum til þeirra sem eru að taka þátt í kappleikjum, hjálpar kannski stjórnmálamönnunum, og öllum þeim sem eru að reyna leysa úr erfiðri stöðu, eitthvað. „Áfram, þetta er ekki búið."
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun