Ævintýralegur vöxtur snjallasímamarkaðar Magnús Halldórsson skrifar 13. janúar 2013 23:05 Snjallsímar eru nú í höndum meira en milljarðs manna í heiminum, en sala á þeim hefur verið gríðarlega hröð, frá því að þeir komu fyrst á markað. Sala á snjallsímum hefur verið ævintýralega mikil á undanförnum árum, en sérfræðingar gera ráð fyrir að ekki muni draga úr hraða sölunnar fyrr en á næsta ári. Ástæðan fyrir að hægja mun á sölunni á endanum, er einfaldlega sú að vöxturinn hefur verið svo hraður, að ómögulegt er talið að viðhalda honum, þar sem mörg hundruð milljónir manna eru nú komnar með snjallsíma í hendurnar, og munu ekki allir endurnýja þá hratt. Samkvæmt upplýsingum sem rannsóknarfyrirtækið IDC tekur saman reglulega voru sölutölurnar ekki síst athyglisverðar fyrir árin 2010 og 2011. Ekki liggja fyrir upplýsingar um stöðu mála í lok árs 2012, en vöxturinn hélt áfram á því ári þegar nær öll met voru slegin. Samsung er stærsta snjallsímafyrirtæki heimsins, og Apple kemur fast á eftir. Aðrir framleiðendur eru nokkuð á eftir þeim. Nokia var framan af einn stærsti söluaðili snjallsíma í heiminum, einkum í Asíu, en salan hefur minnkað mikið, og var langt frá Apple og Samsung á árinu 2012, samkvæmt fréttum, en eins og áður sagði þá liggja heildartölur fyrir það ár ekki fyrir enn. Þá segja sölutölurnar ekki alla söguna, þar sem verð eru misjöfn á símunum, allt eftir gæðum og tegundum. Tæplega 800 milljónir snjallsíma seldust á heimsvísu á árunum 2010 og 2011, samkvæmt upplýsingum IDC. Þessi sala hefur haft mikil áhrif á ýmsa þjónustu, sem nú er orðin aðgengileg í gegnum snjallsíma, s.s. bankaþjónusta og ýmis smásala. Sjá má upplýsingar um sölu og markaðshlutdeild, í töflu hér að neðan, en upplýsingar koma frá IDC.Snjallsímar2011 sala á snjallsímum2011 Markaðs- hlutdeild2010 sala á snjallsímum2010 Markaðs-hlutdeildBreytingar milli áraSamsung94.019.1%22.97.5%310.5%Apple93.219.0%47.515.6%96.2%Nokia77.315.7%100.132.9%-22.8%Research In Motion51.110.4%48.816.0%4.7%HTC43.58.9%21.77.1%100.5%Aðrir132.326.9%63.720.9%107.7%Samtals491.4100.0%304.7100.0%61.3% Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sala á snjallsímum hefur verið ævintýralega mikil á undanförnum árum, en sérfræðingar gera ráð fyrir að ekki muni draga úr hraða sölunnar fyrr en á næsta ári. Ástæðan fyrir að hægja mun á sölunni á endanum, er einfaldlega sú að vöxturinn hefur verið svo hraður, að ómögulegt er talið að viðhalda honum, þar sem mörg hundruð milljónir manna eru nú komnar með snjallsíma í hendurnar, og munu ekki allir endurnýja þá hratt. Samkvæmt upplýsingum sem rannsóknarfyrirtækið IDC tekur saman reglulega voru sölutölurnar ekki síst athyglisverðar fyrir árin 2010 og 2011. Ekki liggja fyrir upplýsingar um stöðu mála í lok árs 2012, en vöxturinn hélt áfram á því ári þegar nær öll met voru slegin. Samsung er stærsta snjallsímafyrirtæki heimsins, og Apple kemur fast á eftir. Aðrir framleiðendur eru nokkuð á eftir þeim. Nokia var framan af einn stærsti söluaðili snjallsíma í heiminum, einkum í Asíu, en salan hefur minnkað mikið, og var langt frá Apple og Samsung á árinu 2012, samkvæmt fréttum, en eins og áður sagði þá liggja heildartölur fyrir það ár ekki fyrir enn. Þá segja sölutölurnar ekki alla söguna, þar sem verð eru misjöfn á símunum, allt eftir gæðum og tegundum. Tæplega 800 milljónir snjallsíma seldust á heimsvísu á árunum 2010 og 2011, samkvæmt upplýsingum IDC. Þessi sala hefur haft mikil áhrif á ýmsa þjónustu, sem nú er orðin aðgengileg í gegnum snjallsíma, s.s. bankaþjónusta og ýmis smásala. Sjá má upplýsingar um sölu og markaðshlutdeild, í töflu hér að neðan, en upplýsingar koma frá IDC.Snjallsímar2011 sala á snjallsímum2011 Markaðs- hlutdeild2010 sala á snjallsímum2010 Markaðs-hlutdeildBreytingar milli áraSamsung94.019.1%22.97.5%310.5%Apple93.219.0%47.515.6%96.2%Nokia77.315.7%100.132.9%-22.8%Research In Motion51.110.4%48.816.0%4.7%HTC43.58.9%21.77.1%100.5%Aðrir132.326.9%63.720.9%107.7%Samtals491.4100.0%304.7100.0%61.3%
Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira