Bankarnir björguðu of mörgum fyrirtækjum Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. janúar 2013 22:42 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að eftir hrunið hafi bankarnir haldið of mörgum fyrirtækjum í rekstri sem ekki voru lífvænleg og hefðu frekar átt að fara í gjaldþrot. Eitt af því sem Samkeppniseftirlitð er nú að rannsaka eru samkeppnisbrot á bruggmarkaði. Mjög mörg fyrirtæki runnu í faðm bankanna vegna erfðrar skuldastöðu eftir hrunið. Í mörgum tilvikum héldu bankarnir lengi á fyrirtækjunum eftir að skuldir höfðu verið afskrifaðar og eigendur fyrirtækja sem voru í samkeppni við þessi félög kvörtuðu sáran undan því að leikurinn væri ójafn. Hér má rifja upp Pennan, en Arion banki átti það fyrirtæki í næstum tvö ár áður en það var selt. Þá má nefna Heklu og dæmin eru fleiri. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir eftir á að hyggja hafi bankarnir rekið of mörg fyrirtæki sem hefðu átt að fara í gjaldþrot, en Páll Gunnar er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Auðvitað er erfitt að meta þetta í mörgum tilvikum. Ég hugsa eftir á að hyggja að bankarnir hafi bjargað fullmörgum fyrirtækjum. Það hefði verið betra að horfast í augu við vandann fyrr og láta fleiri fyrirtæki fara í þrot," segir Páll. Eitt af því sem Samkeppniseftirlitið rannsakar nú eru samkeppnisbrot á bruggmarkaði, en smærri bjórframleiðendur kvörtuðu yfir meintum samkeppnisbrotum Ölgerðarinnar og Vífilfells. M.a vegna einkakaupsamninga sem fela í sér að það er verið að binda viðskiptavini, þ.e veitingahús, til langs tíma, sem skapar aðgangshindranir fyrir smærri keppinauta. „Einkakaupasamningar af þessu tagi geta bæði falið í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu en geta líka verið brot á banni við samráði. Ýmsir starfshættir á þessum markaði gefa manni grunsemdir um að það sé rétt sem litlu bjórframleiðendurnir segja að það séu aðgangshindranir á markaðnum," segir Páll.Hér má nálgast viðtalið við Pál í heild sinni. Klinkið Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að eftir hrunið hafi bankarnir haldið of mörgum fyrirtækjum í rekstri sem ekki voru lífvænleg og hefðu frekar átt að fara í gjaldþrot. Eitt af því sem Samkeppniseftirlitð er nú að rannsaka eru samkeppnisbrot á bruggmarkaði. Mjög mörg fyrirtæki runnu í faðm bankanna vegna erfðrar skuldastöðu eftir hrunið. Í mörgum tilvikum héldu bankarnir lengi á fyrirtækjunum eftir að skuldir höfðu verið afskrifaðar og eigendur fyrirtækja sem voru í samkeppni við þessi félög kvörtuðu sáran undan því að leikurinn væri ójafn. Hér má rifja upp Pennan, en Arion banki átti það fyrirtæki í næstum tvö ár áður en það var selt. Þá má nefna Heklu og dæmin eru fleiri. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir eftir á að hyggja hafi bankarnir rekið of mörg fyrirtæki sem hefðu átt að fara í gjaldþrot, en Páll Gunnar er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Auðvitað er erfitt að meta þetta í mörgum tilvikum. Ég hugsa eftir á að hyggja að bankarnir hafi bjargað fullmörgum fyrirtækjum. Það hefði verið betra að horfast í augu við vandann fyrr og láta fleiri fyrirtæki fara í þrot," segir Páll. Eitt af því sem Samkeppniseftirlitið rannsakar nú eru samkeppnisbrot á bruggmarkaði, en smærri bjórframleiðendur kvörtuðu yfir meintum samkeppnisbrotum Ölgerðarinnar og Vífilfells. M.a vegna einkakaupsamninga sem fela í sér að það er verið að binda viðskiptavini, þ.e veitingahús, til langs tíma, sem skapar aðgangshindranir fyrir smærri keppinauta. „Einkakaupasamningar af þessu tagi geta bæði falið í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu en geta líka verið brot á banni við samráði. Ýmsir starfshættir á þessum markaði gefa manni grunsemdir um að það sé rétt sem litlu bjórframleiðendurnir segja að það séu aðgangshindranir á markaðnum," segir Páll.Hér má nálgast viðtalið við Pál í heild sinni.
Klinkið Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira