Srecko Katanec, fyrrum leikmaður Stuttgart og Sampdoria og landsliðsmaður Júgóslavíu og Slóveníu, hefur tekið við starfi landsliðsþjálfara Slóveníu. Slóvenar eru í riðli með íslenska landsliðinu í undankeppni HM 2014 og þjóðirnar mætast í Ljubljana í Slóveníu í mars næstkomandi.
Srecko Katanec er 49 ára gamall en hann lék 31 landsleik fyrir Júgóslavíu frá 1983 til 1990 og 5 landsleiki fyrir Slóveníu árið 1994. Hann lék síðustu fimm ár ferils síns með ítalska liðinu Sampdoria.
Katanec tekur við af Slavisa Stojanovic sem tókst aðeins að stýra liðinu til sigurs í 2 af 9 leikjum frá 2011–2012. Þetta er í annað skiptið sem Katanec tekur við slóvenska landsliðinu en hann þjálfaði landsliðið einnig frá 1998 til 2002 og undir hans stjórn komst landsliðið bæði á EM 2000 og á HM 2002.
Slóvenar unnu 18 af 48 leikjum undir hans stjórn á sínum tíma og hann er eini þjálfari Slóvena sem hefur komið liðinu á tvö stórmót í röð. Katanec hefur síðan þjálfað bæði landslið Makedóníu og landslið Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Ísland vann 1-0 sigur á Makedóníu haustið 2008 þegar Katanec þjálfaði makedónska landsliðið en hann var hættur með liðið sumarið eftir þegar Ísland tapaði 2-0 í Makedóníu.
Slóvenar eru í næstneðsta sæti riðils síns í undankeppni HM 2014 en liðið hefur aðeins náð í 3 stig af 12 mögulegum. Ísland hefur sex stig en íslenska liðið er búið að spila við allar þjóðir í riðlinum nema Slóveníu.
Næstu mótherjar Íslands búnir að finna sér þjálfara
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn



Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti


„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1
