Hyundai/Kia spá minnsta vexti í 7 ár 7. janúar 2013 10:54 Vöxtur S-kóresku fyrirtækjanna beggja hefur verið ævintýralegur á síðustu árumForsvarsmenn Hyundai og Kia bílaframleiðendanna S-kóresku eru ekkert ýkja bjartsýnir fyrir þetta ár. Vöxtur Hyundai og systurfyrirtækisins Kia hefur verið ævintýralegur á síðustu árum, en nú spá þeir minnsta vexti í sölu fyrirtækjanna í 7 ár. Áætlanir þeirra hljóða uppá 4,1% vöxt og að þau muni selja 7,41 milljónir bíla á þessu ári. Það yrði minnst vöxtur þeirra frá árinu 2006, er salan minnkaði um 1,2%. Ein af meginástæðum lágrar vaxtaspár er of sterkur S-kóreskur gjaldmiðill sem hamlar útflutningi bíla beggja framleiðendanna. Dræm sala í Evrópu og efnahagsástand þar mun heldur ekki hjálpa til. Hlutabréf í Hyundai féllu um 1,6% á miðvikudaginn og þar fór stór hluti þess 2,6% vaxtar sem á þeim voru í fyrra. Hlutabréf í Kia féllu um 15% í fyrra og enn frekar um 0,9% í síðustu viku. Hyundai og Kia spáðu 8% aukinni sölu fyrir árið í fyrra og fóru rétt framúr sínum áætlunum og seldu 7,12 milljón bíla á árinu, en spáin hljóðaði uppá 7 milljón bíla. Því er spáin nú fyrir þetta ár helmingur af vextinum í fyrra, en fyrirtækin verða ekki skömmuð fyrir óraunhæfa spá fyrir síðast ár. Þeir markaðir sem halda muni uppi vexti fyrirtækjanna eru Kína og Bandaríkin en búist er við talsvert aukinni sölu þar á árinu. Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent
Vöxtur S-kóresku fyrirtækjanna beggja hefur verið ævintýralegur á síðustu árumForsvarsmenn Hyundai og Kia bílaframleiðendanna S-kóresku eru ekkert ýkja bjartsýnir fyrir þetta ár. Vöxtur Hyundai og systurfyrirtækisins Kia hefur verið ævintýralegur á síðustu árum, en nú spá þeir minnsta vexti í sölu fyrirtækjanna í 7 ár. Áætlanir þeirra hljóða uppá 4,1% vöxt og að þau muni selja 7,41 milljónir bíla á þessu ári. Það yrði minnst vöxtur þeirra frá árinu 2006, er salan minnkaði um 1,2%. Ein af meginástæðum lágrar vaxtaspár er of sterkur S-kóreskur gjaldmiðill sem hamlar útflutningi bíla beggja framleiðendanna. Dræm sala í Evrópu og efnahagsástand þar mun heldur ekki hjálpa til. Hlutabréf í Hyundai féllu um 1,6% á miðvikudaginn og þar fór stór hluti þess 2,6% vaxtar sem á þeim voru í fyrra. Hlutabréf í Kia féllu um 15% í fyrra og enn frekar um 0,9% í síðustu viku. Hyundai og Kia spáðu 8% aukinni sölu fyrir árið í fyrra og fóru rétt framúr sínum áætlunum og seldu 7,12 milljón bíla á árinu, en spáin hljóðaði uppá 7 milljón bíla. Því er spáin nú fyrir þetta ár helmingur af vextinum í fyrra, en fyrirtækin verða ekki skömmuð fyrir óraunhæfa spá fyrir síðast ár. Þeir markaðir sem halda muni uppi vexti fyrirtækjanna eru Kína og Bandaríkin en búist er við talsvert aukinni sölu þar á árinu.
Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent