Uppbygging kjarkmikillar þjóðar Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 31. desember 2012 06:00 Undanfarin fjögur ár hafa verið einn viðburðaríkasti tími hagsögu Íslands. Þjóðin hefur gengið í gegnum miklar hremmingar. Hrunið á fjármálamarkaði er fordæmalaust og sögulegt á margvíslegan hátt. Verkefni þessarar ríkisstjórnar var því ærið. Því er ekki lokið en það er langt komið. Allir Íslendingar hafa þurft að færa fórnir en alþjóðlegir, hlutlausir aðilar hafa borið lof á árangur Íslands í kjölfar hrunsins og flestir ef ekki allir hagvísar sýna svart á hvítu að við erum á réttri leið. Eftir að botni kreppunnar var náð árið 2010 hafa ráðstöfunartekjur heimila hækkað, eignastaðan batnað og um 60% allra heimila eru með lægri eða sömu skattbyrði og þau voru með fyrir hrun. Í samræmi við forsendur kjarasamninga hækkaði kaupmáttur heimilanna bæði árið 2011 og 2012. Það er forgangsmál ríkisstjórnarinnar að tryggja áframhaldandi kaupmáttaraukningu og frið á vinnumarkaði. Þar er þróun gengis og verðlags lykilatriði. Ný skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar staðfestir að eftir að ríkisstjórn mín tók við hefur tekist að draga verulega úr verðhækkunum. Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG tók við var verðbólgan 18,6% en er nú 4,2%. Í skýrslunni segir berum orðum að á Norðurlöndum sé matarkarfan ódýrust á Íslandi og í Finnlandi. Skýrslan sýnir einnig að á Norðurlöndunum eru skattar sem hlutfall af landsframleiðslu lægstir á Íslandi.Ráðdeild og réttlæti Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað sem nemur um tvöfaldri landsframleiðslu á þremur árum og er það ótrúlegur viðsnúningur. Rétt rúmlega 200 milljarðar króna hafa verið afskrifaðar af lánum heimila og sem hlutfall af landsframleiðslu eru skuldir þeirra nú svipaðar og í upphafi eignabólunnar árið 2004. Eignastaða heimilanna batnaði um tæp 17% á milli áranna 2010 og 2011 og sú þróun hefur haldið áfram. Skuldastaða heimilanna er nú svipuð og hún var um mitt árið 2007. Hrunið neyddi ríkissjóð til þess að ráðast í 300 milljarða króna aðlögun ríkisfjármálanna að raunveruleikanum. Þrátt fyrir það hafa skattar verið lækkaðir og útgjöld til velferðarmála verið aukin sem hlutfall af landsframleiðslu. Ríkið tekur því minna til sín af þjóðarkökunni og forgangsraðar velferðarmálunum með skýrari hætti en tíðkaðist í tíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Stjórnarráðinu.Auknar fjárfestingar Fjárfesting atvinnuveganna hefur tekið við sér og spáð er að innan tveggja ára nálgist hún meðaltal síðustu þrjátíu ára. Sömuleiðis er gleðilegt að viðskiptajöfnuður án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð hefur að undanförnu verið einn sá mesti í áratugi. Ríkisstjórnin kynnti nýverið metnaðarfulla fjárfestingaráætlun sem gerir ráð fyrir yfir um 40 milljarða fjárfestingu í innviðum samfélagsins. Milljörðum króna er varið í græna hagkerfið, tvöföldun framlaga til rannsóknarsjóða, sóknaráætlanir landshluta, eflingu ferðaþjónustunnar, samgöngubóta og eflingu skapandi greina s.s. í gegnum Kvikmyndasjóð og Verkefnasjóð skapandi greina. Við höfum ákveðið að veðja á hugvit íslensku þjóðarinnar og erum sannfærð um að það sé besta leiðin til framtíðar. Fjármögnun fjárfestingaráætlunarinnar byggir ekki síst á því að með lögfestingu veiðigjaldsins á árinu 2012 njóta landsmenn nú loks sanngjarnra tekna af fiskveiðiauðlindinni. Áætlað er að nýja veiðigjaldið muni skila landsmönnum allt að 15 milljörðum króna á því ári sem nú gengur í garð. Mikilvægt er að ná fram enn frekari umbótum á stjórn fiskveiða m.a. til að tryggja betur jafnræði og nýliðun í greininni. Miklu skiptir að hér á landi sé öflug gjaldeyrissköpun en í því sambandi má benda á að erlendum ferðamönnum hefur fjölgað um 100 þúsund eða um rétt liðlega 19% fyrstu ellefu mánuði ársins frá sama tíma í fyrra. Þar gætir tvímælalaust áhrifa sameiginlegs markaðsátaks stjórnvalda og ferðaþjónustunnar.Kjarkur og ögrandi ákvarðanir Á liðnu kjörtímabili hefur Ísland stutt fullveldiskröfur Palestínu og kröfur um að rödd Palestínumanna fái að heyrast meðal þjóðanna svo eftir hefur verið tekið. Með stuðningi Íslands og tuga annarra ríkja var markverðum áfanga náð í nóvember þegar Palestína varð áheyrnarríki Sameinuðu þjóðanna. Merkar tilraunir okkar til að skrifa nýja stjórnarskrá í nánum tengslum við þjóðina sjálfa hafa vakið athygli utan landsteinanna. Eftir áratuga þóf sýndi Alþingi kjark, tók af skarið og setti málið í hendur fólksins í landinu. Þegar það tekur endanlega afstöðu til tillagna að breyttri stjórnarskrá verður til þess tekið að efnisleg meðferð og allur undirbúningur nýrrar stjórnarskrár var ekki aðeins í höndum sérfræðinga heldur einnig í höndum kjósenda og einstaklinga sem þeir völdu til verksins. Einnig er fylgst með aðildarumsókn okkar að Evrópusambandinu í skugga gjaldeyrishafta sem við ein búum við í allri álfunni. Verkefnið er stórt og ögrandi og íslenskir stjórnmálamenn verða að hafa kjark til þess að bera lokaniðurstöðuna undir þjóðina sjálfa. Það er einlægur ásetningur stjórnarflokkanna að standa við þau fyrirheit að þjóðin hafi síðasta orðið í þessum mikilsverðu málum sem setja munu mark sitt á framtíðina. Ég óska landsmönnum öllum árs og friðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Undanfarin fjögur ár hafa verið einn viðburðaríkasti tími hagsögu Íslands. Þjóðin hefur gengið í gegnum miklar hremmingar. Hrunið á fjármálamarkaði er fordæmalaust og sögulegt á margvíslegan hátt. Verkefni þessarar ríkisstjórnar var því ærið. Því er ekki lokið en það er langt komið. Allir Íslendingar hafa þurft að færa fórnir en alþjóðlegir, hlutlausir aðilar hafa borið lof á árangur Íslands í kjölfar hrunsins og flestir ef ekki allir hagvísar sýna svart á hvítu að við erum á réttri leið. Eftir að botni kreppunnar var náð árið 2010 hafa ráðstöfunartekjur heimila hækkað, eignastaðan batnað og um 60% allra heimila eru með lægri eða sömu skattbyrði og þau voru með fyrir hrun. Í samræmi við forsendur kjarasamninga hækkaði kaupmáttur heimilanna bæði árið 2011 og 2012. Það er forgangsmál ríkisstjórnarinnar að tryggja áframhaldandi kaupmáttaraukningu og frið á vinnumarkaði. Þar er þróun gengis og verðlags lykilatriði. Ný skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar staðfestir að eftir að ríkisstjórn mín tók við hefur tekist að draga verulega úr verðhækkunum. Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG tók við var verðbólgan 18,6% en er nú 4,2%. Í skýrslunni segir berum orðum að á Norðurlöndum sé matarkarfan ódýrust á Íslandi og í Finnlandi. Skýrslan sýnir einnig að á Norðurlöndunum eru skattar sem hlutfall af landsframleiðslu lægstir á Íslandi.Ráðdeild og réttlæti Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað sem nemur um tvöfaldri landsframleiðslu á þremur árum og er það ótrúlegur viðsnúningur. Rétt rúmlega 200 milljarðar króna hafa verið afskrifaðar af lánum heimila og sem hlutfall af landsframleiðslu eru skuldir þeirra nú svipaðar og í upphafi eignabólunnar árið 2004. Eignastaða heimilanna batnaði um tæp 17% á milli áranna 2010 og 2011 og sú þróun hefur haldið áfram. Skuldastaða heimilanna er nú svipuð og hún var um mitt árið 2007. Hrunið neyddi ríkissjóð til þess að ráðast í 300 milljarða króna aðlögun ríkisfjármálanna að raunveruleikanum. Þrátt fyrir það hafa skattar verið lækkaðir og útgjöld til velferðarmála verið aukin sem hlutfall af landsframleiðslu. Ríkið tekur því minna til sín af þjóðarkökunni og forgangsraðar velferðarmálunum með skýrari hætti en tíðkaðist í tíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Stjórnarráðinu.Auknar fjárfestingar Fjárfesting atvinnuveganna hefur tekið við sér og spáð er að innan tveggja ára nálgist hún meðaltal síðustu þrjátíu ára. Sömuleiðis er gleðilegt að viðskiptajöfnuður án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð hefur að undanförnu verið einn sá mesti í áratugi. Ríkisstjórnin kynnti nýverið metnaðarfulla fjárfestingaráætlun sem gerir ráð fyrir yfir um 40 milljarða fjárfestingu í innviðum samfélagsins. Milljörðum króna er varið í græna hagkerfið, tvöföldun framlaga til rannsóknarsjóða, sóknaráætlanir landshluta, eflingu ferðaþjónustunnar, samgöngubóta og eflingu skapandi greina s.s. í gegnum Kvikmyndasjóð og Verkefnasjóð skapandi greina. Við höfum ákveðið að veðja á hugvit íslensku þjóðarinnar og erum sannfærð um að það sé besta leiðin til framtíðar. Fjármögnun fjárfestingaráætlunarinnar byggir ekki síst á því að með lögfestingu veiðigjaldsins á árinu 2012 njóta landsmenn nú loks sanngjarnra tekna af fiskveiðiauðlindinni. Áætlað er að nýja veiðigjaldið muni skila landsmönnum allt að 15 milljörðum króna á því ári sem nú gengur í garð. Mikilvægt er að ná fram enn frekari umbótum á stjórn fiskveiða m.a. til að tryggja betur jafnræði og nýliðun í greininni. Miklu skiptir að hér á landi sé öflug gjaldeyrissköpun en í því sambandi má benda á að erlendum ferðamönnum hefur fjölgað um 100 þúsund eða um rétt liðlega 19% fyrstu ellefu mánuði ársins frá sama tíma í fyrra. Þar gætir tvímælalaust áhrifa sameiginlegs markaðsátaks stjórnvalda og ferðaþjónustunnar.Kjarkur og ögrandi ákvarðanir Á liðnu kjörtímabili hefur Ísland stutt fullveldiskröfur Palestínu og kröfur um að rödd Palestínumanna fái að heyrast meðal þjóðanna svo eftir hefur verið tekið. Með stuðningi Íslands og tuga annarra ríkja var markverðum áfanga náð í nóvember þegar Palestína varð áheyrnarríki Sameinuðu þjóðanna. Merkar tilraunir okkar til að skrifa nýja stjórnarskrá í nánum tengslum við þjóðina sjálfa hafa vakið athygli utan landsteinanna. Eftir áratuga þóf sýndi Alþingi kjark, tók af skarið og setti málið í hendur fólksins í landinu. Þegar það tekur endanlega afstöðu til tillagna að breyttri stjórnarskrá verður til þess tekið að efnisleg meðferð og allur undirbúningur nýrrar stjórnarskrár var ekki aðeins í höndum sérfræðinga heldur einnig í höndum kjósenda og einstaklinga sem þeir völdu til verksins. Einnig er fylgst með aðildarumsókn okkar að Evrópusambandinu í skugga gjaldeyrishafta sem við ein búum við í allri álfunni. Verkefnið er stórt og ögrandi og íslenskir stjórnmálamenn verða að hafa kjark til þess að bera lokaniðurstöðuna undir þjóðina sjálfa. Það er einlægur ásetningur stjórnarflokkanna að standa við þau fyrirheit að þjóðin hafi síðasta orðið í þessum mikilsverðu málum sem setja munu mark sitt á framtíðina. Ég óska landsmönnum öllum árs og friðar.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun