Ef táknmálstúlkar segja upp fer líf mitt á hvolf Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 21. desember 2012 06:00 Kæru æðstu yfirmenn hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, ég bið ykkur að veita táknmálstúlkum mannsæmandi laun. Ef þeir segja upp fer líf mitt, fjölskyldu minnar, vina minna og margra annarra sem eru mér kærir á hvolf. Nýverið var móðurmál mitt viðurkennt í lögum sem jafnrétthátt íslenskri tungu og er ég stolt af þjóð okkar að stíga það skref. Mannréttindi, forréttindi eða heppni, ég upplýsi ykkur lesendur góðir, að það að segja mig heppna að fá táknmálstúlk eða að ég ætti að vera þakklát að fá táknmálstúlk er ekki rétt. Ég á rétt á því að vera heil manneskja, móðir barnanna minna, taka þátt í félagslífi þeirra, vera virkur þjóðfélagsþegn og það geri ég með reisn ef borin er virðing fyrir mannréttindum mínum. Ég vil ekki þurfa að vera bogin og skríða til þess að fá að gera þessa hluti í mínu daglega lífi. Ég og fjölskylda mín njótum lífsins með reisn. Við hjónin erum döff, eigum þrjú yndisleg börn sem hafa alist upp við táknmál frá fæðingu. Við njótum þess að taka þátt í uppeldi þeirra, öllu sem kemur að þeirra daglega lífi. Við sitjum við sama borð og aðrir foreldrar þegar við mætum á viðburði barnanna og táknmálstúlkur túlkar þá, við kynnumst vinum barnanna okkar og foreldrum þeirra, við förum í leikhús með börnunum okkar, ættarmót, fjölskylduboð, fermingu, skírn og allt þetta venjulega sem þið gerið í lífi ykkar. Við erum venjuleg fjölskylda í Kópavoginum sem nýtur þess að vera íslenskir þjóðfélagsþegnar þegar við fáum táknmálstúlk og virðing er borin fyrir mannréttindum okkar til að nota táknmálstúlk óháð stað, stund og kringumstæðum. Við viljum sinna okkar daglegu skyldum og njóta lífsins á okkar eigin móðurmáli. Hver dagur í bið er dýr fyrir þjóðfélagið og líf okkar, sem og barnanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Kæru æðstu yfirmenn hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, ég bið ykkur að veita táknmálstúlkum mannsæmandi laun. Ef þeir segja upp fer líf mitt, fjölskyldu minnar, vina minna og margra annarra sem eru mér kærir á hvolf. Nýverið var móðurmál mitt viðurkennt í lögum sem jafnrétthátt íslenskri tungu og er ég stolt af þjóð okkar að stíga það skref. Mannréttindi, forréttindi eða heppni, ég upplýsi ykkur lesendur góðir, að það að segja mig heppna að fá táknmálstúlk eða að ég ætti að vera þakklát að fá táknmálstúlk er ekki rétt. Ég á rétt á því að vera heil manneskja, móðir barnanna minna, taka þátt í félagslífi þeirra, vera virkur þjóðfélagsþegn og það geri ég með reisn ef borin er virðing fyrir mannréttindum mínum. Ég vil ekki þurfa að vera bogin og skríða til þess að fá að gera þessa hluti í mínu daglega lífi. Ég og fjölskylda mín njótum lífsins með reisn. Við hjónin erum döff, eigum þrjú yndisleg börn sem hafa alist upp við táknmál frá fæðingu. Við njótum þess að taka þátt í uppeldi þeirra, öllu sem kemur að þeirra daglega lífi. Við sitjum við sama borð og aðrir foreldrar þegar við mætum á viðburði barnanna og táknmálstúlkur túlkar þá, við kynnumst vinum barnanna okkar og foreldrum þeirra, við förum í leikhús með börnunum okkar, ættarmót, fjölskylduboð, fermingu, skírn og allt þetta venjulega sem þið gerið í lífi ykkar. Við erum venjuleg fjölskylda í Kópavoginum sem nýtur þess að vera íslenskir þjóðfélagsþegnar þegar við fáum táknmálstúlk og virðing er borin fyrir mannréttindum okkar til að nota táknmálstúlk óháð stað, stund og kringumstæðum. Við viljum sinna okkar daglegu skyldum og njóta lífsins á okkar eigin móðurmáli. Hver dagur í bið er dýr fyrir þjóðfélagið og líf okkar, sem og barnanna.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar