Of Monsters söluhæst á vínyl 21. desember 2012 12:00 vinsæl á vínyl Of Monsters and Men á vinsælustu vínylplötu Íslands á þessu ári.nordicphotos/getty My Head Is an Animal með Of Monsters and Men er söluhæsta vínylplata ársins á Íslandi. Hún hefur selst í um 400 eintökum síðan hún kom út í lok október. Alls voru 500 númeruð eintök prentuð og hafa þau selst eins og heitar lummur. Geisladiskurinn hefur selst í um 20 þúsund eintökum, þar af 10 þúsund á þessu ári. Tvær vínylplötur hafa selst í um 300 eintökum. Annars vegar Önnur Mósebók með Moses Hightower og hins vegar Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta. Sá síðarnefndi er uppseldur hjá Senu en prenta á fleiri eintök af Annari Mósebók hjá Record Records. Geisladiskurinn með Ásgeiri Trausta er sá vinsælasti á árinu. Búið er að dreifa honum í 21 þúsund eintökum og líklega verður 2.500 stykkjum bætt við. Haraldur Leví Gunnarsson starfrækir Record Records, sem er afkastamesti vínylframleiðandi landsins. „Ég byrjaði ekki á þessu af viti fyrr en í ár. Maður hefur alltaf verið smeykur við þetta. Það hefur verið erfitt að selja upp í kostnað en núna finnst mér þetta vera að gera sig,“ segir hann. Meðal fleiri vinsælla titla hjá útgáfunni eru nýjar plötur frá Retro Stefson og Tilbury sem hafa hvor um sig selst i um 200 eintökum. Ojbarasta hefur selt um 180 vínylplötur, sem er um 30% af heildarsölu sveitarinnar, því diskurinn hefur farið í 6-700 eintökum. Geisladiskur Retro Stefson náði gullsölu í síðustu viku, sem eru 5 þúsund eintök. Vínyláhugamenn geta mætt á Kex Hostel um helgina því þar verður haldinn annar vínylmarkaðurinn á skömmum tíma. Síðast seldust um 200 eintök fyrir um hálfa milljón króna. - fb Tónlist Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
My Head Is an Animal með Of Monsters and Men er söluhæsta vínylplata ársins á Íslandi. Hún hefur selst í um 400 eintökum síðan hún kom út í lok október. Alls voru 500 númeruð eintök prentuð og hafa þau selst eins og heitar lummur. Geisladiskurinn hefur selst í um 20 þúsund eintökum, þar af 10 þúsund á þessu ári. Tvær vínylplötur hafa selst í um 300 eintökum. Annars vegar Önnur Mósebók með Moses Hightower og hins vegar Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta. Sá síðarnefndi er uppseldur hjá Senu en prenta á fleiri eintök af Annari Mósebók hjá Record Records. Geisladiskurinn með Ásgeiri Trausta er sá vinsælasti á árinu. Búið er að dreifa honum í 21 þúsund eintökum og líklega verður 2.500 stykkjum bætt við. Haraldur Leví Gunnarsson starfrækir Record Records, sem er afkastamesti vínylframleiðandi landsins. „Ég byrjaði ekki á þessu af viti fyrr en í ár. Maður hefur alltaf verið smeykur við þetta. Það hefur verið erfitt að selja upp í kostnað en núna finnst mér þetta vera að gera sig,“ segir hann. Meðal fleiri vinsælla titla hjá útgáfunni eru nýjar plötur frá Retro Stefson og Tilbury sem hafa hvor um sig selst i um 200 eintökum. Ojbarasta hefur selt um 180 vínylplötur, sem er um 30% af heildarsölu sveitarinnar, því diskurinn hefur farið í 6-700 eintökum. Geisladiskur Retro Stefson náði gullsölu í síðustu viku, sem eru 5 þúsund eintök. Vínyláhugamenn geta mætt á Kex Hostel um helgina því þar verður haldinn annar vínylmarkaðurinn á skömmum tíma. Síðast seldust um 200 eintök fyrir um hálfa milljón króna. - fb
Tónlist Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira