Erlendir tónlistarmiðlar hafa verið uppteknir við að birta hina ýmsu árslista að undanförnu. Listi yfir bestu lögin er þar ekki undanskilinn. Ekki kemur á óvart að bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean kemur við sögu á flestum listunum, enda var platan hans, Channel Orange, sú sem þótti skara fram úr á þessu ári þegar allir plötudómar höfðu verið teknir saman. Ocean á þrjú mismunandi lög á neðantöldum listum.
Annar Bandaríkjamaður, Usher, virðist einnig hafa hitt rækilega í mark með laginu Climax sem er tekið af plötunni Looking 4 Myself. Rapparinn Kendrick Lamar er einnig áberandi á topp fimm listunum. Hann gaf út plötuna good kid, m.A.A.d city sem fékk góðar viðtökur hjá gagnrýnendum.
Athygli vekur að konur syngja besta lagið á fjórum listum af sjö. Þetta eru Fiona Apple, Claire Boucher (Grimes), Brittany Howard úr Alabama Shakes og hin kanadíska Carly Rae Jepsen.
Ocean og Usher oftast á topp fimm
