Reglur víða verið hertar gudsteinn@frettabladid.is skrifar 19. desember 2012 00:01 Látinna minnst Skólanemandi í Newtown leggur blómvönd niður fyrir utan Sandy Hook-barnaskólann, þar sem hinn tvítugi Adam Lanza myrti 20 börn á leikskólaaldri, sex konur, þar á meðal móður sína, og svipti svo sjálfan sig lífi. nordicphotos/AFP Í marsmánuði árið 1996 gekk 43 ára gamall maður, Thomas Hamilton að nafni, inn í barnaskóla í Dunblane á Skotlandi og myrti þar 16 börn á leikskólaaldri og kennara þeirra. Hann var vopnaður fjórum skammbyssum sem hann hafði keypt sér með löglegum hætti. Næstu vikurnar hófu íbúar í Dunblane, átta þúsund manna bæ, baráttu fyrir því að löggjöf um byssueign yrði hert. Á skömmum tíma söfnuðust 750 þúsund undirskriftir, og árið eftir tóku gildi lög sem banna einstaklingum að eiga skammbyssur. Svipuð herferð skilaði einnig sambærilegum árangri í Ástralíu eftir að morðingi á eyjunni Tasmaníu myrti 35 manns með hálfsjálfvirkum hríðskotariffli, en þetta gerðist einnig árið 1996. Í Bandaríkjunum hafa kröfur um strangari löggjöf um byssueign farið af stað í hvert sinn sem fjöldamorð eru framin þar með skotvopnum, en slíkt hefur orðið æ algengara síðustu ár og áratugi. Margir telja sig sjá merki þess að nú sé betri jarðvegur meðal bandarískra ráðamanna en oft áður fyrir löggjöf af þessu tagi, en aðrir eru svartsýnni og benda á að samtök byssueigenda hafi jafnan náð að dempa niður allar hræringar í þá átt í Bandaríkjunum, ekki síst með öflugum ítökum sínum á þjóðþingi Bandaríkjanna. Þeir bjartsýnu segja að kröfur um hertar reglur hafi í þetta skiptið hlotið óvenjugóðar undirtektir meðal repúblikana. Þingmenn repúblikana í fulltrúadeild þingsins héldu í gær lokaðan fund um málið. Að loknum fundinum tóku sumir þeirra vel í að hert löggjöf komi til greina. Þá vekur það einnig bjartsýni að demókratinn Harry Reid, sem er leiðtogi þingmeirihlutans í öldungadeild, segir nú tíma kominn til að setja þetta mál á dagskrá þingsins. Hann hefur til þessa verið afar tortrygginn á allar hömlur á byssueign, og neitaði til dæmis að taka málið á dagskrá deildarinnar í kjölfar fjöldamorðanna í kvikmyndahúsi í bænum Aurora. Barack Obama forseti hefur talað varlega, hugsanlega til þess að espa ekki byssufólk á móti sér, en talsmaður hans segir að hann ætli að setja þessi mál í forgang á seinna kjörtímabili sínu. Repúblikaninn Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, hefur hins vegar stigið fram og lagt mikla áherslu á að herða verði reglur um byssueign. „Ég ætla að berjast, og þið eigið að berjast líka," sagði hann á mánudag, þegar hann hitti hóp af fólki sem ýmist hefur lifað af skotárásir á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum eða misst ættingja sína í slíkum árásum: „Þetta er hneyksli. Við erum að drepa hvert annað." Fréttir Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Í marsmánuði árið 1996 gekk 43 ára gamall maður, Thomas Hamilton að nafni, inn í barnaskóla í Dunblane á Skotlandi og myrti þar 16 börn á leikskólaaldri og kennara þeirra. Hann var vopnaður fjórum skammbyssum sem hann hafði keypt sér með löglegum hætti. Næstu vikurnar hófu íbúar í Dunblane, átta þúsund manna bæ, baráttu fyrir því að löggjöf um byssueign yrði hert. Á skömmum tíma söfnuðust 750 þúsund undirskriftir, og árið eftir tóku gildi lög sem banna einstaklingum að eiga skammbyssur. Svipuð herferð skilaði einnig sambærilegum árangri í Ástralíu eftir að morðingi á eyjunni Tasmaníu myrti 35 manns með hálfsjálfvirkum hríðskotariffli, en þetta gerðist einnig árið 1996. Í Bandaríkjunum hafa kröfur um strangari löggjöf um byssueign farið af stað í hvert sinn sem fjöldamorð eru framin þar með skotvopnum, en slíkt hefur orðið æ algengara síðustu ár og áratugi. Margir telja sig sjá merki þess að nú sé betri jarðvegur meðal bandarískra ráðamanna en oft áður fyrir löggjöf af þessu tagi, en aðrir eru svartsýnni og benda á að samtök byssueigenda hafi jafnan náð að dempa niður allar hræringar í þá átt í Bandaríkjunum, ekki síst með öflugum ítökum sínum á þjóðþingi Bandaríkjanna. Þeir bjartsýnu segja að kröfur um hertar reglur hafi í þetta skiptið hlotið óvenjugóðar undirtektir meðal repúblikana. Þingmenn repúblikana í fulltrúadeild þingsins héldu í gær lokaðan fund um málið. Að loknum fundinum tóku sumir þeirra vel í að hert löggjöf komi til greina. Þá vekur það einnig bjartsýni að demókratinn Harry Reid, sem er leiðtogi þingmeirihlutans í öldungadeild, segir nú tíma kominn til að setja þetta mál á dagskrá þingsins. Hann hefur til þessa verið afar tortrygginn á allar hömlur á byssueign, og neitaði til dæmis að taka málið á dagskrá deildarinnar í kjölfar fjöldamorðanna í kvikmyndahúsi í bænum Aurora. Barack Obama forseti hefur talað varlega, hugsanlega til þess að espa ekki byssufólk á móti sér, en talsmaður hans segir að hann ætli að setja þessi mál í forgang á seinna kjörtímabili sínu. Repúblikaninn Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, hefur hins vegar stigið fram og lagt mikla áherslu á að herða verði reglur um byssueign. „Ég ætla að berjast, og þið eigið að berjast líka," sagði hann á mánudag, þegar hann hitti hóp af fólki sem ýmist hefur lifað af skotárásir á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum eða misst ættingja sína í slíkum árásum: „Þetta er hneyksli. Við erum að drepa hvert annað."
Fréttir Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira