Undirbýr huggulega jólaplötu 11. desember 2012 14:00 Sverrir Stormsker á tvö lög af sex sem keppa í úrslitum jólalagakeppni Rásar 2. fréttablaðið/pjetur Sverrir Stormsker á tvö lög af sex sem taka þátt í Jólalagakeppni Rásar 2. „Ég er búinn að vera að búa til jólaplötu í tvö ár og ákvað að senda lög í þessa keppni. Hún kemur út fyrir þarnæstu jól,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker, sem hefur verið að vinna að plötunni í um tvö ár. Sverrir á tvö lög af sex sem taka þátt í Jólalagakeppni Rásar 2 í ár. Úrslitin verða kunngjörð þriðjudaginn 18. desember og fer kosning fram á Rúv.is. Alls bárust tæplega fimmtíu lög í keppnina, sem er nú haldin í tíunda sinn. Lög hans í keppninni eru Tvö fögur ljós, sem er flutt af Sigríði Guðnadóttur, og Nútímajól sem hann syngur með Öldu Björk Ólafsdóttur. Um fyrrnefnda lagið segir Sverrir: „Þetta lag mitt fjallar um tvær fallegar stjörnur á himninum sem minna mig á aðrar tvær fallegar stjörnur sem eru í höfðinu á dömu og kallast augu. Flestir eru með tvö svoleiðis.“ Hið síðarnefnda fjallar um hvað tímarnir hafa breyst og þar snýr Sverrir hinum hefðbundnu kynjahlutverkum við. „Í gamla daga söng Haukur Morthens í laginu Hátíð í bæ: „Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna.“ Þetta þótti ekkert stórkostlegt vandamál í denn en í dag þá er þetta hræðilegur glæpur,“ segir Sverrir. „Í textanum fær stelpan i-Pad og strákurinn fær nál og tvinna og er látinn sauma alveg í gríð og erg. Hún fær loftbor og keðjusög og blá jakkaföt í jólagjöf og strákbjáninn fær barbí og blúnduballettdress og bleika dragt þannig að allir eru alveg ofboðslega sáttir og hamingjusamir. Nema kannski strákaulinn, en það skiptir ekki máli.“ Bæði lögin verða á nýju jólaplötunni. „Þessi jólaplata verður voða hugguleg. Ég er búinn að fá Siggu Guðna, Öldu Ólafs, Ladda og fleiri góða drengi og stúlkur með mér í lið.“ Sverrir hefur áður samið eitt jólalag sem kom út 1987. Það heitir Söngur veiðimannsins í flutningi Stefáns Hilmarssonar. „Þessi hugljúfi sálmur var stranglega bannaður á útvarpsrásunum af einhverjum stórfurðulegum ástæðum sem enginn skilur í dag. Ég var þarna að yrkja dýrlegan óð til sjálfs Jesú Krists og sá gæi þykir nú ekki mjög slæmur pappír. Ein línan var undir smá áhrifum frá Bítlunum þar sem við Stebbi sungum hástöfum: „We love you Je-Je-sú.“ Mjög huggulegt allt saman og rómó. En þetta fór víst eitthvað öfugt ofan í kokið á fólki og það þótti alveg hreint gráupplagt að banna sálminn,“ segir Sverrir. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Sverrir Stormsker á tvö lög af sex sem taka þátt í Jólalagakeppni Rásar 2. „Ég er búinn að vera að búa til jólaplötu í tvö ár og ákvað að senda lög í þessa keppni. Hún kemur út fyrir þarnæstu jól,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker, sem hefur verið að vinna að plötunni í um tvö ár. Sverrir á tvö lög af sex sem taka þátt í Jólalagakeppni Rásar 2 í ár. Úrslitin verða kunngjörð þriðjudaginn 18. desember og fer kosning fram á Rúv.is. Alls bárust tæplega fimmtíu lög í keppnina, sem er nú haldin í tíunda sinn. Lög hans í keppninni eru Tvö fögur ljós, sem er flutt af Sigríði Guðnadóttur, og Nútímajól sem hann syngur með Öldu Björk Ólafsdóttur. Um fyrrnefnda lagið segir Sverrir: „Þetta lag mitt fjallar um tvær fallegar stjörnur á himninum sem minna mig á aðrar tvær fallegar stjörnur sem eru í höfðinu á dömu og kallast augu. Flestir eru með tvö svoleiðis.“ Hið síðarnefnda fjallar um hvað tímarnir hafa breyst og þar snýr Sverrir hinum hefðbundnu kynjahlutverkum við. „Í gamla daga söng Haukur Morthens í laginu Hátíð í bæ: „Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna.“ Þetta þótti ekkert stórkostlegt vandamál í denn en í dag þá er þetta hræðilegur glæpur,“ segir Sverrir. „Í textanum fær stelpan i-Pad og strákurinn fær nál og tvinna og er látinn sauma alveg í gríð og erg. Hún fær loftbor og keðjusög og blá jakkaföt í jólagjöf og strákbjáninn fær barbí og blúnduballettdress og bleika dragt þannig að allir eru alveg ofboðslega sáttir og hamingjusamir. Nema kannski strákaulinn, en það skiptir ekki máli.“ Bæði lögin verða á nýju jólaplötunni. „Þessi jólaplata verður voða hugguleg. Ég er búinn að fá Siggu Guðna, Öldu Ólafs, Ladda og fleiri góða drengi og stúlkur með mér í lið.“ Sverrir hefur áður samið eitt jólalag sem kom út 1987. Það heitir Söngur veiðimannsins í flutningi Stefáns Hilmarssonar. „Þessi hugljúfi sálmur var stranglega bannaður á útvarpsrásunum af einhverjum stórfurðulegum ástæðum sem enginn skilur í dag. Ég var þarna að yrkja dýrlegan óð til sjálfs Jesú Krists og sá gæi þykir nú ekki mjög slæmur pappír. Ein línan var undir smá áhrifum frá Bítlunum þar sem við Stebbi sungum hástöfum: „We love you Je-Je-sú.“ Mjög huggulegt allt saman og rómó. En þetta fór víst eitthvað öfugt ofan í kokið á fólki og það þótti alveg hreint gráupplagt að banna sálminn,“ segir Sverrir. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp